Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 62

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 62
Vatnsfjörður Var á sfnum tíma lýstur friðland samkvæmt lögum um náttúruvernd og settur undir stjórn Náttúruverndarráðs. Bæði af sögulegum ástæðum (Hrafna-Flóki) og fyrir frftt landslag og kjarrskóg af birki, sem þakti hlíðar Vatnsdals, og víðiflesjur á sléttunni innan við vatnið. Því miður varð friðlýsingin aðeins eins konar háðsmerki, því að fé af næstu bæjum gekk óhindrað í „friðlandinu" og var um 1980 komið langt með að ganga frá birkinu f suðurhlíð dalsins. í september 1980 kom ég þangað í fyrsta sinn ásamt Hauki Ragnarssyni skógarverði. Þá var Ijótast um að litast á víði- flesjunum, sem áður voru nefnd- ar. Þær voru allar bitnar, svo að tæpast sást þargrænn sproti, en ullarlagðar hér og þar. Sagði Haukur mér, að þetta hefði gerst eftir að hann kom þar sfðast fyrir einu eða tveimur árum. Við Haukur komum þarna aftur 3 árum seinna ásamt Sveinbirni Dagfinnssyni. Var ástandið þá óbreytt. En innar í dalnum voru núna einar 50 kindur á beit í kjarrinu, svo að nafnið „friðland" var enn- þá háðsmerki. Mórudalur á Barðaströnd Hér lét Kvenfélagið á Barða- strönd girða 1 ha 1958 neðst í kjarri vaxinni austurhlíð dalsins. Þarna voru á árunum 1958-1963 gróðursett 3000 sitkagreni og rauðgreni og síðar bergfura og stafafura. Það mun hafa verið skömmu eftir að ég kom suður (fyrir 1980), að Snorri Sigurðsson og Haukur Ragnarsson voru á yfir- reið til skógræktarfélaganna á Vestfjörðum. Komu þeir þá f þennan kvenfélagsreit og undr- uðust vöxt sitkagrenisins, sem þeir töldu í sérflokki (að Barma- hlíð undanskilinni auðvitað). Það var því með mikilli eftir- væntingu, að ég kom þangað með Hauki einn rigningardag í september 1980. f minnispunkt- um úr ferðinni skrifaði ég m.a. um þennan reit, eftir að hafa til- greint trjátegundirnar: „Árangur mjög góður, eigin- lega framúrskarandi: Trén hafa eiginlega öll sérlega hraustlegt útlit og eru dökkgræn, eins og borið hafi verið á þau. Mörg rauðgrenitrén eru óaðfinnanleg. Mörg sitkagrenitrén eru fullkom- in að lögun og nálar frískar og glansandi. Hæstu sitkagreni- trén um 5 m. Birkikjarrið var þarna um 5 m að hæð." Nú kom ég þarna aftur eftir 22 ár og var fullur eftirvæntingar. Vorum reyndar óheppnir með veðrið. Það hellirigndi, svo að óhægt var um myndatöku, en slapp fyrir horn. Og ekki varð ég fyrir vonbrigðum. En gat farið minna um teiginn en ég hefði gert f þurru veðri. Gatt.d. ekki leitað uppi skógarfuruna, sem var ffn þarna 1980. í „Landsúttekt" er yfirhæðin á sitkagreninu 9 m eftir 41 ár og meðalársvöxtur 5,3 m3/ha, sem er mjög gott. 14. mynd tók ég 28. júlí 1983 af hávöxnum víðirunna, sem kindur höfðu ekki náð að bíta alveg til topps. Nokkrar þeirra voru svo vinsamlegar að stilla sér upp í runnanum fyrir ljósmyndarann. 15. mynd tók ég svo 20. ágúst 2002 í leiðangri okkar Sæmundar Þorvaldssonar. Gulvíðirunninn stóð þarna enn. Var nú kalinn að mestu hið efra, en nýir sprotar voru vaxnir upp frá rótinni. Kalni lágvíðirinn við hliðina var nú aftur orðinn grænn. 60 SKÓGRÆKTARRITiÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.