Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 73
Tafla 2. Lýsing Kanadaverkefnis
a Sjálfvirk veðurstöð 2,3,4,5,11 var rejst: ^ ^gur en tré voru
gróðursett á svæðið. Stöðin mældi marga umhverfisþætti,
svo sem vindhraða, rakastig og lofthita í mismunandi hæð,
en einnig orkujöfnuð, jarðvegshita, úrkomu og vatnsinni-
hald jarðvegs. í dag er aðeins hluti þessara mælinga virkur.
Stöðin er þeintengd og vísindamenn geta lesið upplýsing-
arnar þeint inn á tölvur sfnar í Reykjavík eða Kanada.
b Vöktunarmælingar á trjávexti2i3-5i 7 hafa farið fram nær ár-
lega á sömu 100 trjánum sem voru valin með hendingu víðs
vegar um skóginn strax eftir gróðursetningu.
c Vöktunarmælingar á lauffleti7-12< 20 hafa verið gerðar reglu-
lega með sérhönnuðu tæki (Ll-2000 Plant Canopy Analyser)
sem mælir bæði skuggun á skógarbotni og reiknar út
laufflatarmálsstuðul svæðisins (LAl).
d Gróðurfarsrannsóknir3> 5'7’20 hafa miðað að því að fylgjast
með landnámi nýrra plöntutegunda og hvernig gróðurþekja
breytist eftir því sem skógur vex upp og aðstæður við skóg-
arbotn breytast.
e Smádýrarannsóknir 8 9 hafa miðað að þvf að fylgjast með
landnámi nýrra dýrategunda og hvernig samsetning fánunn-
ar breytist eftir því sem skógur vex upp.
f Vatnshringrásin 2i 5i la 12'15,25 var rannsökuð með sérsmíðuð-
um búnaði á veðurstöð sem mældi heildar upp- og útgufun
vatns frá svæðinu (e: RTDMS system). Einnig voru notuð
sérhönnuð tæki sem mældu vatnsinnihald jarðvegs með
geislavirkni (e: Neutron probe) og innrauður gasgreinir var
notaður til mælinga á útgufun vatnsgufu frá trjánum og und-
irgróðri. Kanadískur doktorsnemi notaði þessar rannsóknir í
doktorsritgerð sína og dvaldi í Gunnarsholti í fjögur sumur
við rannsóknir.
Önnur rannsóknaverkefni
g Köfnunarefnishringrásin 14,15 í Tilraunaskóginum var rann-
sökuð ýtarlega í samnorrænu rannsóknaverkefni sem bar
nafnið NORN (Norræna niturverkefnið). Lagðir voru út 12
áburðar og samanburðarreitir þar sem mældir voru trjávöxt-
ur og ýmiskonar efna- og jarðvegsþættir, m.a. niðurbrots-
hraði og losun köfnunarefnis niður í grunnvatn.
h larðvegsupphitun var byggð upp í tengslum við NORN verk-
efnið. Þar var jarðvegi haldið 5 °C heitari í þremur 5x5 m
reitum með niðurgröfnum viðnámsköplum og tölvustýrðu
stjórnkerfi. Gerðar voru ýtarlegar rannsóknir á áhrifum hlýn-
unará ýmsa jarðvegsþætti og trjávöxt. Niðurstöðurenn
óbirtar.
i Vaxtarstjórnun trjáa l7,18, l9'20'22,26 var norrænt samstarfs-
verkefni sem bar heitið „ The Likely Impact of Rising C02
and Temperature on Nordic Forests at Limiting and
Optimal Nutrient Supply". Þar voru gerðar rannsóknir á því
hvernig frjósemi jarðvegs, hitastig og styrkur koldíoxíðs í
andrúmslofti hafa áhrif á kolefnisupptöku og trjávöxt. Gerð-
arvoru rannsóknir samtímis á rauðgreni (Svíþjóð), skóg-
arfuru (Finnland og Noregur), beyki (Danmörk) og alaska-
ösp (ísland). Fjórir doktorsnemar á sviði skógvistfræði not-
uðu verkefnið til rannsókna sinna, þar með talið einn fs-
lendingur20
j Kolefnisjöfnuðurl6,21i 23'24 skógarins var mældur í samevr-
ópsku rannsóknaverkefni sem bar nafnið EUROFLUX. Þetta
vargert með nýrri mælitækni, iðufylgnitækninni (e: eddy
covariance technique) sem gerir kleift að gera beinar mæl-
ingar á kolefnisbindingu. Þetta eru einu slíku mælingarnar
sem fram hafa farið yfir íslenskum skógum, enn sem komið
er.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
71