Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 79

Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 79
júlí 1952, f lyngbrekku. Þetta ein- tak er geymt í plöntusafni N. í., Akureyri. Sprotarnir eru um 5 cm langir, um 2 mm í þvermál, blöð- in 4-9 cm. Njarðvík: Þann 2. júlí 2002 gekk ég með Herði Kristinssyni og Evu G. Þorvaldsdóttur um hlíðina vestan megin í Njarðvík. f hlíð- inni undir Kerlingarfjalli, innan og ofan við bæinn rakst ég á mjög lágvaxinn reyni, sem óx þar í lyngi og lágu birkikjarri. Hann var á hæð við lyngið, um eða innan við 1 fet, með mörgum grönnum stofnum, sem virtust meira eða minna bitnir og þverstýfðir að ofan og uxu þar örgrannir smá- sprotar út úr þeim. Hörður gekk meira um þessa hlíð og sagðist hafa séð svipaðan reyni á fleiri stöðum þar. Norðfjörður: Hálfdán Haralds- son á Kirkjumel í Norðfirði segist hafa séð dvergvaxinn reyni, á hæð við lyngið, á nokkrum stöð- um í Norðfjarðarhreppi, m.a. í Hellisfirði, Skuggahlíð, Seldal og Fannardal (Tandrastöðum). Seg- ist hann vita til, að þessir dverg- vöxnu sprotar hafi verið fluttir í garða, m.a. í Skuggahlíð, og hafi þar vaxið upp í myndartré (M unnl.uppl). Hjörleifur Guttormsson segist einnig hafa rekist á smávaxinn reyni allvíða á Austurlandi, „m.a. í Norðfirði, á mörgum stöðum", en ekki hafa safnað honum sér- staklega (Bréf 14.2. 03). Hvernig verður reynipíslin til? Þegar maður sér reynipísl í dæmigerðu formi eins og á Kötluhálsi á Árskógsströnd getur maður freistast til að halda að um sérstakt afbrigði sé að ræða. Hvergi er þó getið um slíkt af- brigði í þeim bókum sem mér eru tiltækar. Hákon Bjarnason (1979, bls. 86) segir að vísu: „Varla er vafi á því, að hér má finna ýmis afbrigði, ef vel er leitað", en getur þeirra ekki frekar. Hörður Krist- insson ritar f bréfi til mín, dags. 23. jan. 2003: „Ég fór f gegnum plöntusafnið og ljósritaði öll eintök af „dverg- reyni". Það er svo einkennilegt að það fór ekkert á milli mála hvað var dvergreynir og hvað ekki. Það eru svo miklu stærri og grófari blöðin á öllum reyniplöntum sem hafa verið 2 m eða hærri í kjarri." Því er samt ekki að neita, að ungar plöntur af reyniviði geta verið mjög lfkar reynipíslinni, en þær skera sig oftast úr í náttúr- unni á því að þær eru stakar, en ekki í þyrpingum, eins og reynipíslin er yfirleitt. Einnig geta vaxtarstaðirnir verið til aðgrein- ingar. Varla eru nokkrar líkur til að reynir sái sér f Iyngmólendi eða graslautir, en í skógum og klettum er oft mikið af fræplönt- um. Umsögn Hálfdáns á Kirkjumel hér að ofan bendir til þess að dvergvöxtur reynisins sé ekki arf- gengur, frekar sé um að ræða form eða staðbrigði, erverði til við sérstakar aðstæður. Þannig er þessu háttað hjá blæöspinni. Dvergvaxnir sprotar af henni frá Gestsstöðum f Fáskrúðsfirði hafa vaxið upp f myndarleg tré á Hall- ormsstað. Hvaða aðstæður eru það þá sem framkalla dvergvaxinn reyni? Ætla má að það sé eitthvert sam- spil beitar og veðráttu. Það vekur athygli að píslreynir er aðallega þekktur f „útsveitum" á Vestfjörð- um, Norðurlandi og á hinum nyrðri Austfjörðum. Eini fundar- staðurinn á Héraði er f 200-250 m h. y. s., þ.e. nálægt skógarmörk- um, og á Árskógsströnd vex hann f 200 m h. Nær allir fundarstaðir eru f lyngmólendi, sem er heldur ófrjótt og hentar reyninum engan veginn, því að hann er gefinn fyrir næringarríkan jarðveg. Margra alda sauðbeit á þó lík- lega mestan þátt í að skapa þetta vaxtarform og viðhalda þvf, eins og sjá mátti dæmi um í Njarðvík. Hjörleifur Guttormsson segist hafa litið svo til „að um smáform af venjulegum reyni væri að ræða, komið upp af fræi (ungar plöntur) eða rótum gamalla reyniplantna, ekki ósvipað og birki sem víða er komið upp úr bithaga." (Bréf 14.2. 02). Líklega vex píslreynir aðallega upp af rótum gamalla reynitrjáa, sem fyrr á öldum voru umlukt birkiskógi. Þegar skógurinn eydd- ist, og þar með reynitrén, lifðu ræturnar í moldinni og náðu að skjóta smásprotum upp á yfir- borðið til næringaröflunar á sumrum. Þannig virðast trjáræt- urnar geta tórt, jafnvel f margar aldir. Hins vegar fá þær aldrei þann næringarskammt sem næg- ir til að mynda runna eða tré og verða þvf alla tíð vesælir krypp- lingar, jafnvel þótt beitinni létti. Hér má að lokum minna ævagamla hefð Japana við mynd- um dvergvaxinna forma af ýms- um trjám til ræktunar í görðum, en það mun vera gert með sér- stakri og síendurtekinni stýfingu? Þakkir fyrir yfirlestur og aðra aðstoð fá: Ágúst H. Bjarnason, Eva G. Þorvaldsdóttir, Dóra Jak- obsdóttir, Hjörleifur Guttorms- son, Hörður Kristinsson og Sig- urður Blöndal. Tilvitnaðar heimildir: Guðbrandur Magnússon, 1964: Flóra Siglufjarðar. - Flóra 2. hefti. Guðbrandur Magnússon, 1988: Flóra Skagafjarðar. - Skagfirð- ingabók 1988. Guðmundur Sigurðsson, 1966: Nýir fundarstaðir plantna í Fljótum. - Flóra 44, bls. 48. Hákon Bjarnason, 1979: Ræktaðu garðinn þinn. Leiðbeiningar um trjárækt. Iðunn, Rvík. Steindór Steindórsson, 1946: Vestfirðir I - Gróður. Rvík, bls. 41. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.