Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 83

Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 83
Hluti Hjólbörudeildar 1952, kaffisopi að loknu góðu verki. Á myndinni má m.a. þekkja Guðmund Svavar jónsson sem lengi starfaði hjá Hafrannsóknarstofnun og Jóhannes Arason útvarpsþul en báðir voru þeir góðir vinir Harðar. Þeir þrír voru oft kenndir við staðinn og nefndir Bakkabræður. blóma lífsins. Það var ömurlegt hlutskipti ungu fólki að vera ein- angrað frá umheiminum, langt utan borgarlífsins, og hafa lítið við að vera. Sjúklingar á Vífils- stöðum voru úr öllum stéttum samfélagsins, ríkir sem fátækir, verkamenn, bændur, iðnaðar- menn, listamenn og skáld. Hörð- ur var listasmiður og fékk á Vífils- stöðum aðstöðu, bæði til tré- og járnsmíða og undi sér við smíði á vetrum. Hann hafði einnig mikið yndi af tónlist og eignaðist mikið plötusafn sfgildra höfunda, Bach, Beethoven, Mozart, Liszt, Tsjaikovski og svo mætti lengi telja. Þegar dag tók að lengja og vor- ilmur fyllti loft vaknaði trjárækt- aráhuginn og Hörður helgaði sér land austan Vífilsstaðavatns og hóf trjárækt ásamt heitkonu sinni Guðrúnu ingimundardóttur (Dúnu) sem þá dvaldi líka á hæl- inu. Fljótlega bættist í hópinn og til varð rösk sveit karla og kvenna sem kölluðu sig „Hjólbörudeild- ina". Nafnið kom til af því að hjólbörur voru þarfasta flutninga- tækið enda hvorki vegur né slóði að skógræktarreitn- um, aðeins fjárgötur og kúatroðningar. Einn vistmanna, ungt skáld, Borgar Grímsson, sem lést á hælinu í blóma lífsins orti um Hörð og hans áhugamál. Flutningar fóru einnig fram á bátum, þvert yfir vatnið, en árum saman voru gerðir út 2 seglbátar á vatninu, Vffill og Gunnhildur, til afnota fyrir vistmenn. Hörður smíðaði sér þó sjálfur eigin báta, fyrst eins manns kajak og síðan kanó sem bar 4-6 farþega. Bát- arnir voru byggðir á eikargrind og strengdir segldúki, léttir og með- færilegir. Kanóinn notaði Hörður árum saman til flutninga og til veiða í vatninu. Það var algjör nauðsyn að girða reitinn fjár- og kúaheldri girðingu því að á svæðinu gengu bæði sauðfé og kýr, enda fjöldi kúa á Vífilsstaðabúinu. Heiðmerkur- girðingin, sem nú umlykur svæð- ið, var ekki gerð fyrr en á 7. áratugnum. Það var því fyrsta verk Harðar að girða svæðið með 5 strengja gaddavírsgirðingu. í fyrstu var girtur af hálfur hektari en nokkrum árum seinna var svæðið stækkað um helming til austurs. Frá fyrstu tíð dvaldi Hörður megnið af sumrinu í skógrækt- inni. Fyrsta árið í tjaldi en fljót- lega smfðaði hann tjaldundir- stöðu úr timbri, þannig að timb- urgólf var í tjaldinu og aðstaða til eldunar á prímus. Þá var gert jarðhýsi, grafið inn í hlíðina að hálfu og reft yfir með braggajárnum sem hirt voru úr SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.