Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 83
Hluti Hjólbörudeildar 1952, kaffisopi að loknu góðu verki.
Á myndinni má m.a. þekkja Guðmund Svavar jónsson sem
lengi starfaði hjá Hafrannsóknarstofnun og Jóhannes Arason
útvarpsþul en báðir voru þeir góðir vinir Harðar. Þeir þrír
voru oft kenndir við staðinn og nefndir Bakkabræður.
blóma lífsins. Það var ömurlegt
hlutskipti ungu fólki að vera ein-
angrað frá umheiminum, langt
utan borgarlífsins, og hafa lítið
við að vera. Sjúklingar á Vífils-
stöðum voru úr öllum stéttum
samfélagsins, ríkir sem fátækir,
verkamenn, bændur, iðnaðar-
menn, listamenn og skáld. Hörð-
ur var listasmiður og fékk á Vífils-
stöðum aðstöðu, bæði til tré- og
járnsmíða og undi sér við smíði á
vetrum. Hann hafði einnig mikið
yndi af tónlist og eignaðist mikið
plötusafn sfgildra höfunda,
Bach, Beethoven, Mozart, Liszt,
Tsjaikovski og svo mætti lengi
telja.
Þegar dag tók að lengja og vor-
ilmur fyllti loft vaknaði trjárækt-
aráhuginn og Hörður helgaði sér
land austan Vífilsstaðavatns og
hóf trjárækt ásamt heitkonu sinni
Guðrúnu ingimundardóttur
(Dúnu) sem þá dvaldi líka á hæl-
inu. Fljótlega bættist í hópinn og
til varð rösk sveit karla og kvenna
sem kölluðu sig „Hjólbörudeild-
ina". Nafnið kom til af því að
hjólbörur voru þarfasta flutninga-
tækið enda hvorki vegur né slóði
að skógræktarreitn-
um, aðeins fjárgötur
og kúatroðningar.
Einn vistmanna,
ungt skáld, Borgar
Grímsson, sem lést
á hælinu í blóma
lífsins orti um
Hörð og hans
áhugamál.
Flutningar fóru einnig fram á
bátum, þvert yfir vatnið, en árum
saman voru gerðir út 2 seglbátar
á vatninu, Vffill og Gunnhildur, til
afnota fyrir vistmenn. Hörður
smíðaði sér þó sjálfur eigin báta,
fyrst eins manns kajak og síðan
kanó sem bar 4-6 farþega. Bát-
arnir voru byggðir á eikargrind og
strengdir segldúki, léttir og með-
færilegir. Kanóinn notaði Hörður
árum saman til flutninga og til
veiða í vatninu.
Það var algjör nauðsyn að girða
reitinn fjár- og kúaheldri girðingu
því að á svæðinu gengu bæði
sauðfé og kýr, enda fjöldi kúa á
Vífilsstaðabúinu. Heiðmerkur-
girðingin, sem nú umlykur svæð-
ið, var ekki gerð fyrr en á 7.
áratugnum. Það var því fyrsta
verk Harðar að girða svæðið með
5 strengja gaddavírsgirðingu. í
fyrstu var girtur af hálfur hektari
en nokkrum árum seinna var
svæðið stækkað um helming til
austurs.
Frá fyrstu tíð dvaldi Hörður
megnið af sumrinu í skógrækt-
inni. Fyrsta árið í tjaldi en fljót-
lega smfðaði hann tjaldundir-
stöðu úr timbri, þannig að timb-
urgólf var í tjaldinu og aðstaða til
eldunar á prímus.
Þá var gert jarðhýsi, grafið inn
í hlíðina að hálfu og reft yfir með
braggajárnum sem hirt voru úr
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
81