Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 92

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 92
4. mynd. (a) Niðurstöður úttektar sem gerð var þann 27. júlí 2002 á afföllum grenis, birkis og alaskaaspar og (b) hlutfallslegum árlegum sprotavexti fyrir og eftir ertuyglufaraldurá Eystri Skógum undir Eyjafjöllum. Eðlilegt er að sprotavöxtur aukist lítillega á milli ára á þessu aldursbili trjánna; 1 = sami vöxtur 2001 og 2002. 20 greni birki ösp höfðu lagst á trén höfðu þær gjörsamlega klárað um 20 ha Iúpínubreiðuna, sem var albrún og lauflaus yfir að líta þrátt fyrir að aðrar lúpínubreiður í nágrenn- inu væru enn grænar (3. mynd). Þegar til sást höfðu lirfurnar klár- að allt lauf á bæði birki og ösp, og voru nánast búnar að éta allt barr af sitkagreninu (3. mynd). Menn voru vondaufir um að gren- ið myndi myndi hjara af þetta áfall, en frekar voru menn að von- ast til að lauftrén myndu spjara sig. Þess ber að geta að allar teg- undirnar voru búnar að mynda vetrarbrum áður en ertuyglan náði til þeirra. Mælingar á afföllum Til að meta afföllin á Eystri Skógum voru þann 27. júlí 2002 lagðar út níu 35 m langar mæli- línur eftir plógrásum sem valdar voru á tilviljunarkenndan hátt. Allar lifandi sem dauðartrjá- plöntur voru taldar, tegunda- greindar og ársvöxtur 2001 og 2002 var mældur, væri hann fyrir hendi. Niðurstöður úttektarinnar eru sýndar á 4. mynd. Ári eftir farald- urinn mældust engin afföll hjá öspinni og aðeins 3% afföll hjá birki. Mjög kom á óvart að aðeins 9% afföll urðu á greninu, þrátt fyrir nær algjöran barrmissi árið áður. Einnig var tegundamunur á hversu mikil áhrif urðu á trjávöxt árið eftir faraldurinn. Alaskaösp skar sig marktækt frá hinum tveimurtegundunum (P<0.01) og nær þrefaldaði hæðarvöxt sinn á milli ára. Birkið óx örlítið betur en árið áður, en marktækt dró úr vexti sitkagrenisins frá árinu áður (P<0.05). Marktækur munur var á hversu viðkvæm lauftré og barr- tré voru að þessu leyti (P<0.05). Tré vaxa með því að fanga sól- arorku með laufi eða barri og nota orkuna til að umbreyta kolefni úr andrúmsloftinu yfir í sykrur (ljóstillífun). Sykrurnar eru brotnar niður til að losa orku og mynda byggingarsteina fyrir önn- ur efni, svo sem til viðar- eða barrvaxtar. Að grenið lifði af þrátt fyrir að missa alla ljóstillffandi vefi sína (barrið), þýðir að því hafði tekist að safna nægum forða af sykrum (rótarforða) til að geta hafið vöxt vorið eftir farald- urinn. Fullyrða má að afföll og vaxtarrýrnun hefðu orðið mun meiri af völdum faraldursins ef ertuyglan hefði lagst á trén fyrr á vaxtartímanum þegar rótarforð- inn var minni. Að grenið sýndi meiri vaxtarrýrnun en lauftrén kom ekki á óvart, þar sem það missti 3-4 árganga af barri, en gat aðeins nýmyndað einn. Allar líkur eru þó á að það jafni sig á nokkrum árum, ef ekki verður annar ertuyglufaraldur á svæð- inu. Mikil og jákvæð vaxtarsvörun asparinnar árið eftir áfallið vekur athygli (4. mynd). Það er þekkt að mikið af næringarefnum flyst til í vistkerfinu við lirfufaraldra. Hunter7 nefnir að beitarskordýr geti stuðlað að því að helmingi meira köfnunarefni berist frá beitarplöntum ofan í jarðveg en í venjulegu ári. Þessi óbeina áburðargjöf á sér stað á þrenns- konar hátt: a) með lirfusaur, b) með miklu magni dauðra lirfa og c) vegna þess að særð laufblöð „leka" næringarefnum f rigningu. Slík óbein áburðargjöf frá lúpfn- unni, og þar með stórbætt vaxt- arskilyrði, gætu útskýrt að hluta lítil afföll barrtrjáa og vaxtarsvör- un asparinnar. Svæðið var heimsótt aftur þann 15. september 2002. Þá 90 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.