Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 103
MINNING
¥
Þórdís Magnúsdóttir
F. 27. desember 1913. • D. 31. janúar 2002.
Árið 1987 ánafnaði Þórdís Magnúsdóttir Skógrækt-
arfélagi íslands jörðina Saura í Miðfirði eftir sinn dag,
með þeirri kvöð að þar yrði ræktaður skógur. Þórdís
lést 31. janúar á sfðasta ári.
Jörðin Saurar er við þjóðveg nr. 1, rétt utan við þétt-
býlið á Laugarbakka. Reisulegt fbúðarhúsið blasir við,
beint af augum, þegar ekið er norður þrúna á Mið-
fjarðará.
Þórdís Magnúsdóttir fæddist á Saurum þann 27.
desemberárið 1913. Foreldrar hennar voru Magnús
Gíslason, f. 20. október 1869, d. 13. desember 1939,
og Ingibjörg Signý Guðmundsdóttir, f. 3. júní 1886, d.
19. júlf 1952. Bræður Þórdísar voru Guðmundur, f. 7.
janúar 1907, d. 22. október 1924, og Gísli, f. 26. des-
ember 1908, d. 9. apríl 1987. Þórdís var ógift og barn-
laus.
Þórdís, eða Dísa á S.aurum eins og hún var jafnan
nefnd, var Vestur-Húnvetningur í húð og hár eins og
hún sagði sjálf. Hún ólst upp og bjó á Saurum með
foreldrum sínum og Gísla bróður sfnum fram á
fimmta áratuginn en þá tóku þau systkinin við búsfor-
ráðum af foreldrum sínum. Bjuggu þau félagsbúi á
Saurum allt þar til Gísli lést 1987 en eftir það bjó Þór-
dís þar ein uns heilsan bilaði sumarið 2000 er hún
flutti á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga.
Samferðamenn Þórdísar virðast nokkuð einhuga
um helstu persónueigindir hennar.
Hún var vel gefin og minnug, gædd léttri lund og
gestrisin. Hún hafði ákveðnar skoðanir, sem hún lá
ekkert á, var hreinskiptin og vildi hvergi vamm sitt
vita. Hún hafði yndi af tónlist og lék á harmoniku á
yngri árum. Hún söng f kirkjukór Melstaðarkirkju um
áratugaskeið og hafði einnig mjög gaman af að dansa
gömlu dansana. Sveitinni sinni unni hún mjög. í því
sambandi er gaman að vitna í minningargrein sem
einn sveitungi hennar skrifaði til hennar: „Til marks
um hug Dísu til sveitarinnar ánafnaði hún Skógrækt-
arfélagi íslands jörðina sína svo þar mætti rækta skóg
til sveitarprýði og komandi kynslóðum til yndis og
ánægju".
Skógrækt var hafin á jörðinni fyrir nokkrum árum og
er eftirtektarvert að sjá góðan árangur hennar en
Skógræktarfélag V-Húnvetninga hefur annast ræktun-
ina. Sérstaklega hefur birki vaxið vel og eru hæstu tré
nú um 2 m á hæð. Útbúið hefur verið bílastæði við
þjóðveginn og skógurinn merktur „Dísulundur".
Unnið er að gerð skógræktarskipulags fyrir jörðina
og mun Skógræktarfélag V-Húnvetninga vinna áfram
að skógrækt á jörðinni í samvinnu við Skógræktarfé-
lag fslands.
í framtíðinni mun vöxtulegur skógur vonandi vaxa
sem víðast á Saurum og verða þannig verðugur minn-
isvarði þess stórhugar sem fylgdi gjöf Þórdfsar Magn-
úsdóttur til Skógræktarfélags íslands.
Blessuð sé minning Þórdísar Magnúsdóttur.
Magnús jóhannesson
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
101