Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 17
þetta mjög farsælt verkefni. Það
er lfka svo skemmtilegt að stúlkur
og strákar hafa komið til mín og
sagt: Þú hefur gefið mér tré! Það
er gaman að skynja að börnin
átta sig á þvf að mitt nafn tengist
þessu verkefni. Svona minnis-
merki finnst mér að maður eigi
að skilja eftir. Þau eru ekki sýni-
leg nema að ákveðnu marki. Þau
eru þarna f jörðinni. Þetta eru
minnismerki um kynslóðina sem
gróðursetti trén.
Á erlendri grund
Ég varð víða þekkt fyrir þessi þrjú
tré. Alls staðar þar sem ég kom
var ég beðin um að gróðursetja. í
Minneapolis vaxa fallegar eikur
sem ég gróðursetti árið 1982. Ég
heimsótti þær fyrir nokkrum
árum. Búið var að bæta og
stækka svæðið og vaxinn upp
failegur lundur. í Japan hef ég
gróðursett tré, á írlandi og á
fleiri, fleiri stöðum. Það virðast
allir vita sem eitthvað þekkja til
að ég er konan með trén og
börnin!
Af nútíð og framtíð
íslendingar eru upp til hópa
hrifnæmir og þeir vilja vera eins
og nágranninn.
Þetta sést vel í öllum sumar-
húsabúskapnum. Ég sé nú öðru
hvoru í blaðagreinum, þar sem
menn eru spurðir um tómstunda-
gaman, nokkuð sem ekki sást
áður, að menn nefna það að
gróðursetja tré. Taktu eftir, hafa
skógrækt sem tómstundaiðju!
Lengi vel nefndu menn oftast
golf eða hestamennsku en nú er
þetta farið að sjást á prenti oftar
og oftar. Þetta finnst mér alveg
meiri háttar.
Við verðum þó að átta okkur á
þvf að skógrækt er ekki alls
staðar við hæfi en engin ástæða
er til árekstra ef skynsemi er beitt
því nóg er landrýmið. íslensk
náttúra með öllum sínum sér-
kennum verður að fá að njóta sín.
Við verðum að varðveita einkenni
fslands. En við verðum ekki síður
að vinna að skógrækt. Þar eru
mér svo ofarlega f huga öll
örnefnin sem benda á horfna
skóga. Þar sem ekki er í dag
stingandi strá eru nöfn sem
benda á að þar hafi verið skógur.
ÍÁrnessýslu, heimasveit
minni, eins og ég kalla hana, þar
sem ég var í mörg ár, er urmull
nafna sem benda til skóga, t.d.
Geldingaholt, Háholt, Glóra.
Þetta hefur náttúrlega verið allt
þakið skógi allt frá Þjórsárdal
niður eftir öllum sveitum. En
orðið holt er skylt orðinu Holz í
þýsku sem þýðir skógur. „Oft er f
holti heyrandi nær’’ er gamalt
orðatiltæki á íslensku sem
auðvitað hefur orðið til f skógi.
Þetta getur verið okkur vís-
bending um að koma upp skógi
en við þurfum líka að leggja á-
herslu á grisjun skóganna og
leyfa skóginum að endurnýja sig
á sama hátt og maðurinn. Best er
það ef skógurinn nær að sá sér
sem mest sjálfur. Þá er það auð-
vitað stórt verkefni sem blasir við
að takast á við það að halda
blessaðri sauðkindinni frá ný-
ræktinni. Án þess að ég sé á
neinn hátt að hallmæla henni.
Kynslóðirnar sem komust af lifðu
beinlínis af sauðkindinni.
Ég sé skóga og skjól sem
vfðast á íslandi vegna þess að
það er okkar framlag til hreins-
unar andrúmsloftsins. Við eigum
að vera hreykin af hverju lauf-
blaði sem sprettur. Það er örlítil
gjöf en mikilvæg í viðleitninni við
að bæta umhverfið í heiminum.
Myndirtók höfundur, nema annað sé
tekið fram.