Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 18
Sigurður Blöndal
Fyrr og nú
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands var haldinn á Hallorms-
stað 1968. í frásögn af fundinum
íÁrsritinu 1969 erskrifað:
„Eftir hádegi á laugardag
héldu fundarmenn í ferðalag í
Fljótsdal undir leiðsögn þeirra
Sigurðar Blöndals og Þórarins
Þórarinssonar. Komið var við f
Ranaskógi, á Valþjófsstað og í
Geitagerði."
Ástæðan til þess, að farið var
í Geitagerði var sú, að þar höfðu
feðgarnir Vigfús og Guttormur
Þormar gróðursett dálftinn
skógarlund utan við túnið, sem
þótti þess verður að sýna fundar-
mönnum. Auk þess er frá Geita-
gerði falleg sýn yfir Fljótið.
Á þessum aðalfundi var góður
gestur frá Noregi: Wilhelm
Elsrud, framkvæmdastjóri Norska
skógræktarfélagsins. Þetta var
fyrsta heimsókn Wilhelms til
íslands, en ekki sú síðasta. Hann
kom f annað sinn með skiptiferð
Norðmanna 1976 og síðast á
aðalfund Skógræktarféiags
íslands í Reykjahlíð 1986.
Ég átti þvf láni að fagna að
kynnast Wilhelm nokkuð á fyrstu
árum mínum sem skógræktar-
stjóri, bæði í Norræna skóg-
ræktarsambandinu og svo í
sambandi við skiptiferðirnar. Á
þeim árum, sem hann var fram-
kvæmdastjóri voru samskiptin við
Norska skógræktarfélagið allmikil.
Skiptiferðirnar voru mjög vinsælar
beggja megin hafsins og leiddu til
persónulegrar vináttu margra
íslenskra og norskra skógræktar-
manna. Því miður heyrist mér
áhugi - einkum Norðmanna -
hafa dvínað mjög á þessum
ferðum, en ekki skal farið frekar út
í þá sálma.
En aftur að Wilhelm Elsrud.
Hann er glæsimenni á velli, en
líka hlý persóna, og sömuleiðis
Ingeborg kona hans. Við höfum
haldið uppi sambandi til þessa
dags.
Víkjum þá að myndunum,
I. mynd.
16
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005