Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 21
INNGANGUR
Sýn samfélagsins á skógrækt
hefur tekið miklum breytingum á
síðustu áratugum um allan heim.
f augum almennings er skógurinn
nú orðinn miklu meira en ein-
ungis uppspretta hráefnis.
Þessar breytingar hafa átt sér
stað meðal annars vegna breyt-
inga f landbúnaði, aukinnar um-
hverfisvitundar fólks og breytinga
á lffsstíl þar sem meiri tími gefst
til að stunda útivist. Hlutverk
skógarins eru sífellt að verða
fleiri. Skógum er nú ætlað að
uppfylla þörf fyrir bæði um-
hverfis- og félagslega þjónustu
auk efnahagslegra þátta. Þessar
breytingar hafa haft umtalsverð
ahrif á skógræktargeirann í heild
sinni.1 Félagsfræði og vistfræði
hafa því auknu hlutverki að gegna
í starfi skógræktenda, þar sem
skipulagning og umhirða skógar-
ins snýst ekki lengur alfarið um
trén sjálf heldur um samverkan
efnahags, umhverfis, samfélags
og skógarins.2
Sem skref í átt til þetri skilnings á
samspili þessara þátta voru við-
horf almennings til skógræktar
könnuð og var það í fyrsta sinn
sem slík skoðanakönnun fer fram
hér á landi. Ætlunin er að nota.
þessar niðurstöður síðar sem
viðmið um hvernig viðhorf lands-
manna breytast með tímanum og
með breyttum aðferðum og
áherslum í skógrækt. Viðhorfs-
kannanir gefa einnig vísbend-
ingar um þætti sem rannsaka
þarf nánar.
EFNI OG AÐFERÐIR
IMG Gallup vann viðhorfskönn-
unina fyrir Skógrækt rfkisins,
Mógilsá, dagana 20. ágúst til 22.
septemþer 2004. Náið samstarf
var á milli sérfræðinga IMG
Gallup og Skógræktar ríkisins við
hönnun könnunarinnar til að
tryggja að hún yrði sem mark-
tækust. Könnunin átti einnig að
varpa ljósi á mismunandi viðhorf
aðspurðra eftir þjóðfélagsstöðu
þeirra og voru svörin flokkuð eftir
kyni, aldri, búsetu (Reykjavík,
nágrannasveitarfélög Reykjavfkur
og önnur sveitarfélög) fjölskyldu-
tekjum, menntun, aðgangi að
sumarbústað/jörð og að lokum
búsetu í þéttbýli eða dreifbýli.
Hringt var í 2.000 íslendinga á
aldrinum 18-75 ára og þeir
spurðir 39 spurninga. Könnuð
var afstaða þeirra til skóga og
skógræktar almennt og einstakra
atriða er varða skógrækt sem
orðið hafa uppsprettur deilna,
þar sem ýmsum fullyrðingum
hefur verið haldið fram án
þekkingar á afstöðu almennings.
Einnig var spurt um nýtingu
landsmanna á skógum til
útivistar og þekkingu þeirra á
skógrækt og trjátegundum. Allir
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
19