Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 25

Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 25
landsvæðinu/veðurfarsskilyrð- unum. Aðeins 9% þeirra sem töldu tegundaval skipta máli sögðu að þær skyldu aðallega vera íslenskar. Þegar svör allra svarenda voru skoðuð, kom f ljós að aðeins 5% Iandsmanna töldu að þær eigi aðallega að vera íslenskar. Þegar spurt var út í uppáhaldstrjátegundina, reyndist birki vera sú trjátegund sem var í uppáhaldi hjá flestum (48%). Samt sem áður hefur ótti við erlendar tegundir verið orðaður. Annaðhvort að tegundin sem um ræðir sé of ágeng eða eigi ein- hverra hluta vegna ekki heima þar sem hún er. Gott dæmi um þetta eru barrtrén á Þingvöllum. Það þótti því fróðlegt að athuga afstöðu landsmanna til þess að erlendar tegundir dafni á þessum sögufræga stað sem skipar stóran sess í menningu okkar. Spurt var um afstöðu fólks til barrtrjáa á Þingvöllum og skiptist þjóðin í þrjá nokkurn veginn jafnstóra hópa og einn mun minni: 35% hafði ekki skoðun á málinu, 33% töldu að þyrma ætti þeim barrtrjám sem þegar væru á Þingvöllum en að ekki bæri að gróðursetja fleiri og 28% töldu að barrtré mættu vera á Þingvöllum til frambúðar. Aðeins 4% svar- enda töldu að útrýma ætti barr- trjám á Þingvöllum. Hér reyndist marktækur munur á svarendum. Þeir yngstu og þeir með minnsta menntun höfðu minnsta skoðun á þessu máli og um helmingur þeirra sagðist ekki hafa skoðun á málinu. Stærsta hluta (44%) 45 ára og eldri og þeim sem höfðu útskrifast úr framhaldsskóla/- háskóla fannst hins vegar að þessum trjám ætti að þyrma en ekki ætti að gróðursetja fleiri. Meðal samfélagslegra þjónustu- þátta skógræktar talinn mikil- vægur er fræðsla fyrir skógrækt- endur og almenning og töldu 85% aðspurðra það hlutverk mikilvægt. Auk fræðsluerinda og námskeiða á vegum skógræktar- félaga eru tvö formleg fræðslu- verkefni f gangi að svo stöddu. Er eitt þeirra „Lesið í skóginn með skólum'' sem er samstarfs- verkefni Skógræktar ríkisins, fræðsluyfirvalda og alls 17 grunnskóla um samþætta kennslu á grunnskólastigi þar sem fræðslu um skóga er fléttað saman við margar námsgreinar. Hitt er „Grænni skógar" sem er samstarf landshlutabundnu skógræktarverkefnanna, Skóg- ræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og landbúnaðarháskóla íslands um fræðslu til þátt- takenda f landshlutaverkefn- unum. Þó er ljóst að stærsti hluti þjóðarinnar hefur ekki greiðan aðgang að fræðslu um skóga, en niðurstaða könnunar undirstrikar mikilvægi þess að fræðsla sé aðgengileg almenn- ingi. Viðhorf til útivistarskógræktar Það er skoðun flestra íslendinga að einn mikilvægasti þáttur skógræktar sé að bjóða upp á tækifæri til útivistar í skógum. Samkvæmt könnuninni lögðu 92% svarenda mikla áherslu á þennan þátt og var niðurstaðan nánast eins hjá öllum hópum. Að teknu tilliti til þess hversu lítil hefð er fyrir nýtingu skóga til útivistar á íslandi mætti ætla að svarendur væru að einhverju leyti jákvætt hlutlausir frekar en að þetta endurspegli mjög sterkar skoðanir. Hins vegar benda svör við annarri spurningu í könnun- inni ásamt tölum um fjölda gisti- nátta frá tjaldsvæðum í þjóð- skógunum til þess að það sé raunveruleg og einörð afstaða meirihluta íslendinga að mikil- vægt sé að hafa skóga til útivistar. Þegar spurt var hvort viðkomandi hefðu heimsótt skóg undanfarna 12 mánuði og ef svo hversu oft, svöruðu 78% fyrri hluta spurn- ingarinnar játandi. Meðalfjöldi heimsókna reyndist vera 15. Gistináttatölur frá Hallorms- staðaskógi og Vaglaskógi sýna talsverða aukningu tjaldsvæða- gesta frá 1993 til 2003. Aukningin á þessu 10 ára tímabili var 327% í Hallormsstaðaskógi og 73% í SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.