Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 25
landsvæðinu/veðurfarsskilyrð-
unum. Aðeins 9% þeirra sem
töldu tegundaval skipta máli
sögðu að þær skyldu aðallega
vera íslenskar. Þegar svör allra
svarenda voru skoðuð, kom f ljós
að aðeins 5% Iandsmanna töldu
að þær eigi aðallega að vera
íslenskar. Þegar spurt var út í
uppáhaldstrjátegundina, reyndist
birki vera sú trjátegund sem var í
uppáhaldi hjá flestum (48%).
Samt sem áður hefur ótti við
erlendar tegundir verið orðaður.
Annaðhvort að tegundin sem um
ræðir sé of ágeng eða eigi ein-
hverra hluta vegna ekki heima
þar sem hún er. Gott dæmi um
þetta eru barrtrén á Þingvöllum.
Það þótti því fróðlegt að athuga
afstöðu landsmanna til þess að
erlendar tegundir dafni á þessum
sögufræga stað sem skipar
stóran sess í menningu okkar.
Spurt var um afstöðu fólks til
barrtrjáa á Þingvöllum og skiptist
þjóðin í þrjá nokkurn veginn
jafnstóra hópa og einn mun
minni: 35% hafði ekki skoðun á
málinu, 33% töldu að þyrma ætti
þeim barrtrjám sem þegar væru á
Þingvöllum en að ekki bæri að
gróðursetja fleiri og 28% töldu að
barrtré mættu vera á Þingvöllum
til frambúðar. Aðeins 4% svar-
enda töldu að útrýma ætti barr-
trjám á Þingvöllum. Hér reyndist
marktækur munur á svarendum.
Þeir yngstu og þeir með minnsta
menntun höfðu minnsta skoðun
á þessu máli og um helmingur
þeirra sagðist ekki hafa skoðun á
málinu. Stærsta hluta (44%) 45
ára og eldri og þeim sem höfðu
útskrifast úr framhaldsskóla/-
háskóla fannst hins vegar að
þessum trjám ætti að þyrma en
ekki ætti að gróðursetja fleiri.
Meðal samfélagslegra þjónustu-
þátta skógræktar talinn mikil-
vægur er fræðsla fyrir skógrækt-
endur og almenning og töldu
85% aðspurðra það hlutverk
mikilvægt. Auk fræðsluerinda og
námskeiða á vegum skógræktar-
félaga eru tvö formleg fræðslu-
verkefni f gangi að svo stöddu.
Er eitt þeirra „Lesið í skóginn
með skólum'' sem er samstarfs-
verkefni Skógræktar ríkisins,
fræðsluyfirvalda og alls 17
grunnskóla um samþætta
kennslu á grunnskólastigi þar
sem fræðslu um skóga er fléttað
saman við margar námsgreinar.
Hitt er „Grænni skógar" sem er
samstarf landshlutabundnu
skógræktarverkefnanna, Skóg-
ræktar ríkisins, Landgræðslu
ríkisins og landbúnaðarháskóla
íslands um fræðslu til þátt-
takenda f landshlutaverkefn-
unum. Þó er ljóst að stærsti
hluti þjóðarinnar hefur ekki
greiðan aðgang að fræðslu um
skóga, en niðurstaða könnunar
undirstrikar mikilvægi þess að
fræðsla sé aðgengileg almenn-
ingi.
Viðhorf til útivistarskógræktar
Það er skoðun flestra íslendinga
að einn mikilvægasti þáttur
skógræktar sé að bjóða upp á
tækifæri til útivistar í skógum.
Samkvæmt könnuninni lögðu
92% svarenda mikla áherslu á
þennan þátt og var niðurstaðan
nánast eins hjá öllum hópum.
Að teknu tilliti til þess hversu lítil
hefð er fyrir nýtingu skóga til
útivistar á íslandi mætti ætla að
svarendur væru að einhverju leyti
jákvætt hlutlausir frekar en að
þetta endurspegli mjög sterkar
skoðanir. Hins vegar benda svör
við annarri spurningu í könnun-
inni ásamt tölum um fjölda gisti-
nátta frá tjaldsvæðum í þjóð-
skógunum til þess að það sé
raunveruleg og einörð afstaða
meirihluta íslendinga að mikil-
vægt sé að hafa skóga til útivistar.
Þegar spurt var hvort viðkomandi
hefðu heimsótt skóg undanfarna
12 mánuði og ef svo hversu oft,
svöruðu 78% fyrri hluta spurn-
ingarinnar játandi. Meðalfjöldi
heimsókna reyndist vera 15.
Gistináttatölur frá Hallorms-
staðaskógi og Vaglaskógi sýna
talsverða aukningu tjaldsvæða-
gesta frá 1993 til 2003. Aukningin
á þessu 10 ára tímabili var 327% í
Hallormsstaðaskógi og 73% í
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
23