Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 28

Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 28
nefnt eitt atriði sem gerir skóga aðlaðandi til útivistar? Hægt er að flokka svörin í tvo megin- flokka: 1) náttúrlegir eiginleikar skóga svo sem skjólsæld, atriði sem eru einungis háð tilveru skógarins sjálfs og 2) mannvirki eða hlutir sem krefjast aðkomu mannsins umfram það að gróð- ursetja tré, t.d. göngustígar. Alls féllu 91% svara í náttúruflokkinn og 9% í mannvirkjaflokkinn. Algengustu svörin voru „skjól- sæld" og „fegurð" og nefndu samtals 59% svarenda þessi atriði. Þriðja algengasta svarið var „góðar gönguleiðir", en aðeins 6% nefndu þær. Þar á eftir komu „andrúmsloftið/ilmur" (6%) og „friðsæld/kyrrð" (6%). Þótt undarlegt megi virðast nefndu aðeins 2% að góð um- hirða gerði skóga aðlaðandi, en eitt þeirra atriða sem starfsfólk í skógum fær oft að heyra frá gestum er að skógurinn mætti vera snyrtilegri og er þar átt við að fjarlægja ætti brotnar greinar og fallin tré. Greinilegt er að það er ekki höfuðatriði hjá flestum. Þessar niðurstöður er hægt að nota til að forgangsraða vinnu í skógum til að bæta þá með tilliti til útivistar. Á heildina litið er ljóst að fóik sækist eftir því að komast (friðsæla gönguferð í skjólsælu umhverfi og njóta náttúrunnar. Útivistarskógar þurfa því að bjóða upp á þessa upplifun. Eftir því sem skógurinn er lengra f burtu fækkar ferðum fólks þangað.14 Það er því mikilvægt að útivistarskógar séu staðsettir innan hæfilegrar vegalengdar frá tilvonandi neytendum. Spurt van Hversu lengi ert þú að aka heiman frá þér og í næsta al- menna útivistarskóg? Meiri- hlutinn, eða 62%, sagðist vera innan við 15 mfnútur að þvf. Eflaust er misjafnt hvað fólk er til í að leggja á sig löng ferðalög, en niðurstaðan er engu að síður sú að útivistarskógur er auðveldlega aðgengilegur meirihluta fólks og flestir vita af útivistarskógi í grennd við sig. UMRÆÐA Þrátt fyrir skort á skógræktarhefð og litla útbreiðslu skóga á fslandi sýnir skoðanakönnunin að íslendingar kunna að meta skógana sfna og að yfirgnæfandi meirihluti vill efla skóga og skógrækt. Breytileiki f skoð- unum milli samfélagshópa og áherslur varðandi þjónustu sem skógar veita eru mjög svipaðar og það sem gerist í Evrópu og Norður-Ameríku. í sumum tilfellum voru skoðanir íslend- inga jafnvel jákvæðari í garð skógræktar en gerist í nágranna- löndunum. Þótt íslendingar hugsi almennt hlýlega til skógræktar er ekki þar með sagt að framfarir geti ekki enn átt sér stað á ýmsum svið- um. Niðurstöður könnunarinnar benda á allmörg atriði þar sem rétt er að halda áfram á sömu braut og verið hefur en önnur atriði sem enn er hægt að bæta. Niðurstöður benda til þess að neikvæðni í garð skógræktar, sem ýmsir róttækir hópar sem kenna sig við umhverfisvernd halda fram víða um heim, hefur ekki náð upp á pallborðið hjá íslensk- um almenningi. Hér má án efa þakka rannsóknum og fræðslu sem skógræktarfólk á íslandi, í samvinnu við fagfólk úr náttúru- fræðigeiranum, hefur sinnt til að sýna fram á raunveruleg áhrif skógræktar á náttúruna. Afar mikilvægt er að slíkt samstarf haldi áfram og að almenningur fái áreiðanlegar uppiýsingar. Þótt þeir sem standa að skóg- rækt reyni að hanna skógana þannig að áhrif þeirra verði sem jákvæðust á lífríkið f heild sinni, almennan búskap og ásýnd lands, þá er eitt atriði sem vert er að skoða nánar samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar. Þegar spurt var um hugsanlegar ógn- anir af völdum skógræktar kom aðeins eitt atriði fram sem teljandi hópur fólks, næstum fjórðungur landsmanna, hafði áhyggjur af og varðaði það áhrif skóga á landslag. Ætla má að almennt hafi fólk átt við að skógar gætu ógnað útsýni. Það er því brýnt að gefa útsýni tals- verðan gaum við skipulagningu skógræktar. Jafnvel gæti verið þörf á að fella tré á einstaka stað til að endurheimta útsýni sem talið er mikilvægt. Fræðsla um skógrækt var af meirihluta svarenda talin mikilvæg. Á það ekki hvað síst við um samspil skógræktar við náttúruvernd. Vert væri að efla og auka fræðslu til almennings á þessum sviðum sem öðrum. Notkun innfluttra trjátegunda í skógrækt virðist ekki almennt valda áhyggjum. Meirihluti fólks er til að mynda sáttur við barr- trén á Þingvöllum. Það að margir nefndu innfluttar tegundir þegar beðið var um að nefna tvær íslenskar tegundir bendir til þess að a.m.k. sumar innfluttu teg- undirnar hafi unnið sér sess sem fslensk tré í hugum stórs hóps landsmanna. Sé þjónustu skóga skipt í þrjá meginflokka er forgangsröðun almennings á þeim sú að um- 26 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.