Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 32

Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 32
fossar og flúðir, litbrigðin skörp. Mæli með því að skoða Kiðagilið ef fólk er á ferð um Sprengisand, en norðurmörk hans eru við Kiðagil. Fór ég síðan niður með Kiðagilinu, yfir Kiðagilsána neðan við gilið. Hún er ekki farartálmi síðsumars. Gróður er frekar lftill með Kiðagilinu, heita þar Dældir að norðan en að sunnan Áfangatorfur. Þar eru engar torfur lengur. Þegar komið er yfir ána er alger sandauðn alla leið suður að Ytra-Fljótsgili. Gott útsýni er yfir Fljótið og upp á Hraunárdal, þar eru nokkrar torfur austan í dalnum og kofi sem heitir Slakki, eins og hlíðin sem hann stendur í. Það er ótrúlega sérstakt og fallegt að koma í Ytra- Fljótsgilið úrauðninni norðanvið, gróðurinn er alveg ótrúlegur, þarna er skógarbotnsgróður: vfðir, birki, einir og reyniviður. Fyrstu árin sem ég kom þarna fann ég eina reyniviðarplöntu, en sumarið 2003 fann ég aðra. Kjarrið er víða 1 - 2,5 m á hæð og er í hvömmum þar sem ekki er eins bratt að Fljótinu. Reyniberin voru brún að lit í endaðan ágúst. Birkið var með einhver óþrif eins og víðar á Norðurlandi þetta sumar. Þarna var mikið af hrútaberjum og þau voru rauð og fullþroskuð. Einirinn var með mikið af berjum, eins og í miðri sveit. Loðvíðir er þarna stórvaxinn 2-3 m á lengd. Ég hef heyrt í skógarþresti þarna innfrá og þarna er mikið heiðargæsavarp og mörg hreiður virðast notuð ár eftir ár. Ytra-Fljótsgilið er einn af þekktum varpstöðum snæuglunnar ef hún verpir hér enn. Efri mynd: Víðirca. 2,5 til 3 maS hœS. Neðri mynd: Höfundur viS Hlíðin norðan við Ytra Fljótsgilið að vestan, norðan nyndarlega reynihríslu. við Kiðagil, heitir Smiðjuskógur. Þar er enginn skógur, engin hrísla lengur, heldur berir, uppblásnir melar, algerauðn. Þarna var skógur 1712 þegar (arðabókin var gerð, en enginn um 1850. Norðan við Smiðjuskóg eru smiðjuleifar og stórir gjallhaugar, merki um umtalsverða járnvinnslu. Orri Vésteinsson var þarna við fornleifaskráningu sumarið 2004 og taldi hann leifarnar vera frá því fyrir 1100. Smiðju- skógur hefur verið nokkuð stórvaxinn því það er ekki hægt að gera til kola úr hrísi og spreki. Einnig hefur hann náð inn í Fljótsgil og mögulega Fljótsdal. Svona gróður myndast ekki svo langt frá svipuðu gróðurfari, næsta birki er í ca 13 km fjarlægð, örfáar hríslur 1 m háar, 5-6 talsins. Þar norðan við eru nokkrir lágvaxnir runnar í Hrafnabjargahlfð í 30 km fjarlægð. Einnig er birki á íshólsdal og Mjóadal enn lengra frá Ytra-Fljótsgili. Það er í senn ánægjulegt og fróðlegt að skoða bæði gilin, hið landsþekkta Kiðagil og óþekkta Ytra-Fljótsgil. Efri mynd: Vöxtulegur einirunni. NeSri mynd: Runninn er morandi af einiberfum. 30 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.