Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 36

Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 36
2. mynd. Skeríð fyrir ofan Hofsnes er hálfgróinn melur sem sennilega blés upp í kjölfar Örœfajökulsgossins 1362. Enn er hægt að finna á svceðinu vikurhóla frá fpeim tíma sem standa á þykfiu lagi af gömlum móajarðvegi. Grjót og möl liggur nú á yfirborði vegna frostlyftingar, en neðar er þykkt lag afsiltkenndum jarðvegi. Ljósmynd-. BDS. plöntur eru gróðursettar og auka þannig verulega uppvaxtarlíkur þeirra í lúpínubreiðum.1 Einnig hefur verið notaður plógur með ágætum árangri til að opna lúpínubreiður tímabundið svo að bakkaplöntur af birki, sitkagreni og stafafuru fái vaxið upp.7 Tilraunir hafa hins vegar sýnt að ódýrari aðferðir, svo sem gróður- setning eða fræsáning beint í þéttar lúpínubreiður, eru ólfklegar til að skila umtalsverð- um árangri.2 Undanfarið hefur Skógræktar- félag íslands verið að hverfa frá því að nota bakkaplöntur af ösp og víði í Landgræðsluskóga- verkefninu og hefur hvatt skóg- ræktarfélögin til að nota í þess stað órætta stiklinga af þessum tegundum. Það er því umtals- verður áhugi á rannsóknum sem varða órætta stiklinga og hvernig má hámarka árangur með þeim á landgræðslusvæðum og á öðrum skógræktarsvæðum.8 Rannsóknin sem hér er fjallað um var gerð með órættum stik- lingum af aiaskaösp, alaskavíði og gulvíði. Spurningar sem leitað var svara við voru: 1. Er hægt að fá viðunandi lifun og vöxt í órætta stiklinga á iandgræðslusvæði? 2. Er hægt að gróðursetja órætta stiklinga beint inn í lúpínu- breiður án þess að stunda tímafrekar og dýrar undir- búningsaðgerðir, svo sem slátt eða jarðvinnslu? 3. Er hægt að bæta samkeppnis- stöðu stiklinganna í lúpínu- breiðum með því að hafa þá lengri en almennt tíðkast? 4. Eru áhrif alaskalúpfnu jákvæð eða neikvæð á vöxt trjánna? 5. Er hægt að bæta lifun og vöxt á landgræðslusvæðum með því að stinga stiklingunum dýpra en almennt tfðkast (2/3 í stað 1/3)? Aðferðir Tilraunin var gróðursett í hálf- gróinn mel ofan Hofsness í Öræfasveit sem nefnist Skerið (myndir 1 og 2). Þetta svæði var beitarfriðað árið 1993 þegar Landgræðslufélag Öræfinga og Landgræðsla ríkisins tóku hönd- um saman og girtu illa gróið land milli Hofs og Hnappavalla.3 Svæðið er alls um 2700 hektarar að stærð frá girðingunni upp að jökulmörkum. Flatarmál neðan 400 m y. s. er um 1600 hektarar (Ásgeir iónsson, Landgræðslu rfkisins, persónul. uppl.). í mars 2002 voru alls 1800 stiklingar klipptir af alaskaösp (klónn iðunn) frá Tilrauna- skóginum í Gunnarsholti á Rangárvöllum, brúnum alaskavfði frá Hofi í Öræfum, og íslenskum gulvfði frá Sandfelli og Kvf- skerjum í Öræfum. f efnivið voru teknar stórar greinar af trjám eða runnum sem gátu haft allt upp í sex ársvexti. Af hverri tegund voru útbúnir alls 600 stiklingar af þremur mismunandi lengdum: 3. mynd. Shematísk mynd sem sýnír hinar sex meðferðir með mismunandi lengd stiklinga og gróðursetningardýpi. Tölur neðan striks tákna lengd stiklings ofanjarðar ícm. 34 SKÓGRÆKTARRITiÐ 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.