Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 57

Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 57
slíka ákvörðun í Stjórnartíðind- um. Áður skal þó liggja fyrir umsögn búnaðarsambands að girðingar séu gripheldar og reyndar þarf sá sem vill friða sitt land fyrir beit að framvísa slíkri umsögn til sveitarstjórnar fyrir 15. júní ár hvert. Umráðamaður landsins er skv. 9. gr. gerður ábyrgur fyrir því að handsama búfé sem kemst inn á hið friðaða land og koma því í örugga vörslu. Það er jafnframt á hans ábyrgð að finna réttan eiganda búfjárins og ábyrgjast velferð þess þar til það hefur verið sótt. Sveitarstjórnir hafa heimildir til ákvarðana um lausagöngubann og vörsluskyldu búfjár, sbr. 9. gr. reglugerðar um vörslu búfjár nr. 59/2000, en þær virðast almennt ekki reiðubúnar til að beita þeim nema á þéttbýlissvæðum. í 6. gr. laga um búfjárhald nr. 103/2002 kemur fram að sveitarstjórnum sé heimilt „að ákveða að umráða- mönnum búfjár sé skylt að hafa það í vörslu allt árið eða tiltekinn hluta ársins, jafnt í sveitarfé- laginu í heild eða afmörkuðum hlutum þess." Heimild þessi mun næsta lítið hafa verið nýtt til þessa, og bönn við lausagöngu stórgripa sem mörg sveitarfélög höfðu sett á hafa verið felld úr gildi hjá stórum hluta þeirra vegna hættu á skaðabótakröfum a hendur búfjáreigendum ef ekið er á búfé á vegum innan marka viðkomandi sveitarfélags. Ófullnægjandi er að láta sveitar- félögin ein fara með ákvörðunar- vald f svo þýðingarmiklu máli. Því fylgja of margir annmarkar. Reyns- lan, t.d. frá Reykjanesskaga, sýnir m.a. að mismunandi ákvarðanir aðliggjandi sveitarfélaga getur gert lausagöngubann einstakra sveitarfélaga gagnslítið og valdið óvissu og árekstrum á milli þeirra. f heild má segja að núgildandi lög veiti enga tryggingu fyrir skjótum úrræðum vegna ágangs búfjár, heldur staðfesta enn frekar erfiða stöðu þess sem fyrir áganginum verður. í tilvikum þar sem búfé fer inn f ógirt land annarra er umráðahafa landsins óheimilt að taka það í sfna vörslu (Ketill Sigurjónsson 1999). f 34. gr. afréttarlaganna kemur fram að eigandi skuli greiða tjón ef búfé hans gangi í afgirt svæði. Skil- yrðin sem á eftir koma eru hins vegar svo flókin að í reynd hefur hún reynst nær óframkvæmanleg. Núgildandi lög leggja í heild litlar skyldur á búfjáreigendur um vörslu búfjár. í Girðingalögum nr. 135/2001 kemur fram að umráða- maður lands hafi rétt til að krefj- ast girðingar á mörkum, en meginreglan er að um helminga- skipti á kostnaði sé að ræða. Framkvæmdin getur verið þung í vöfum ef samgirðingu er hafnað. Þá þarf sá er vill girða að biðja viðkomandi búnaðarsamband um að tilnefna fagaðila til að skera úr um ágreining. Ef úr- skurðurinn fellur þeim sem vill girða í hag getur hann girt á eigin kostnað og á hann þá kröfurétt á endurgreiðslu á þeim hluta kostnaðar sem hinum ber að greiða. Málið flækist enn meir í tilvikum þar sem fjárlausar jarðir liggja á milli þess sem vill verja sitt land og þess sem ekki heldur búfénu á sínu landi. Teikn eru þó á lofti um að sjónar- mið séu að breytast. Hluti af stuðningi ríkisvaldsins til sauð- fjárbænda er t.d. háður því að þeir sæki um og fái vottun vegna gæðastýrðrar sauðfjárfram- leiðslu, sem Landgræðslan annast að því er landnýtingar- þáttinn varðar. í reglugerð þar að lútandi, nr. 175/2003, kemurfram í 13. gr. að framleiðendur skuli hafa aðgang að nægu nýtanlegu beitilandi fyrir búfé sitt. Ennfremur að rísi ágreiningur skuli umsækjandi sýna fram á að hann hafi rétt til að nýta við- komandi land ef hann á að fá þá vottun sem skilyrt er til að hann eigi rétt á fullum stuðningi ríkis- valdsins. Enn sem komið er hefur ekki reynt á þetta vegna lands frá öðrum jörðum sem nýtt er til beitar. Það bendirtil þess að annaðhvort viti fáir utan sauð- fjárræktarinnar af þessum mögu- leikum til að mótmæla ágangi, ellegar þá að menn veigri sér almennt við að taka slík mál upp vegna granna sinna. í samfélagi nútímans ætti þó grundvallar- reglan að vera sú að sauðfjár- bændur framvísi heimild til að nýta annarra manna lönd, en ekki að „þögn sé sama og samþykki". Erlendar svipmyndir um vörslu búfjár og varnir gegn ágangi Af framansögðu er ljóst að núgild- andi ákvæði laga og reglna hér á landi leggja búfjáreigendum á allt of fáum svæðum skyldur á herðar um vörslu á fénaði sfnum. Fróðlegt er að skoða hvernig þessum málum er fyrir komið í sumum þeirra landa sem við berum okkur helst saman við. í Danmörku ervarsla búfjár mörkuð f Lov om mark og vegfred nr. 818 frá 1987. Fyrsta grein laganna er bæði einföld og afdráttarlaus: „sérhver er skyldugur til að halda sfnu búfé á eigin landi allt árið um kring". í öðrum kafla laganna er fjallað um hvernig bæta skuli skaða sem búfé kann að valda, og sá þriðji fjallar um handsömun búfjár, en í 5. gr. kemur fram að sérhver eigi rétt á að handsama eða láta handsama fénað sem gengur laus á hans landi án heimildar. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.