Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 62
var hreiður skógarsnípu. Þar sem
hreiðrið var'á einu rannsókna-
svæða SKÓGVISTAR var áfram
fylgst með þvf þegar höfundar
áttu leið um svæðið. Þann 4. maí
var fuglinn horfinn, en í hreiðrinu
lá eggjaskurn sem bar þess merki
að ungar hefðu ekki komist á
legg. Skurnin var send Náttúru-
fræðistofnun til varðveislu og
bentu ummerki á henni til þess
að hreiðrið hefði hugsanlega
verið afrænt af mink (Erling
Ólafsson, persónulegar upp-
lýsingar, maf 2004).
Skógarsnípa
Skógarsnípa (Scolopax rusticola) er
vaðfugl á stærð við dúfu (2.
mynd). Hún er um 300 g á þyngd
og um 34 cm á lengd með
goggnum, sem er um 6-7 cm
langur.2,3 Vænghaf hennar er 56-
60 cm.3 Skógarsnípa er aðlöguð
að lífi f skógum og í Svíþjóð velur
hún sér gjarnan varpstað í
þéttum skógarfurulundum,2 en
einnig velur hún kjarrvaxið
votlendi eða annað skóglendi til
varps.5 Hún verpir venjulega 4
eggjum í hreiðurskál á
skógarbotni og þau klekjast á 23
dögum.2 Skógarsnfpa lifir mest á
ánamöðkum og öðrum
skordýrum auk jurtafæðu, sem
hún Ieitar einkum að á skógar-
botni í þéttum trjálundum.' Hún
er einstaklega felugjörn og sést
helst í ljósaskiptum kvölds og
morgna. Á varptfma flýgur þó
karlfuglinn gjarnan f Ijósaskipt-
unum í kringum óðal sitt, lágt yfir
trjátoppum, með vængjataki sem
minnir á uglu og hljóðum sem
líkjast froskakvaki og með háum
blístrum inn á milli.2
Skógarsnípa er stórvaxin frænka
hrossagauksins, en hann er
reyndar sumstaðar nefndur
mýrisnípa, til dæmis f Öræfa-
sveit. Skógarsnípa er varpfugl f
barrskógum og öðrum skógum
N-Evrópu og er varpstofn hennar
þar áætlaður um 500-700.000
pör, en mjög erfitt er að áætla
stofnstærð hennar vegna þess
hversu felugjörn hún er.1
í skógum Kanada og Bandaríkja
Norður-Ameríku lifir önnur
skógarsníputegund (Scolopax
minor) sem er heldur smávaxnari
en sú evrópska en hefur líka
lifnaðarhætti.4
Skógarsnípa á íslandi
Undanfarna áratugi hefur skógar-
snípa sést hér reglulega, einkum
að haust- og vetrarlagi, og vitað
er að hún hefur hér vetursetu f
skóglendi, við kaldavermsl og við
jarðhitasvæði.5 Þrátt fyrir að varp
hennar hafi ekki verið staðfest
hér áður, þá hefur menn lengi
grunað að hún kynni að hafa
numið hér land.3 5 Til dæmis sást
hún oft að vor- og sumarlagi í
Kelduhverfi á áttunda og nfunda
áratug síðustu aldar (Einar R.
3. mynd. Hreiðurskál skógarsnípunnar var í miðri greinahrúgu sem skilin hafði verið eftir \ skóginum eftir uppkvistun nokkrum árum fyrr. Ljósm.-. BDS.
60
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005