Skógræktarritið - 15.05.2005, Síða 68
W ' 'fi I W1£kÍ.~ ' 1 ' . Jj j
V ■ f % | jj 'í líjí
Hitabeltisregnsfiógar eru einhver fjölbreytilegustu vistherfi jarðar. Þessi stórvöxnu tré vaxa á
Semiliki svœðinu á Vestur-Úganda, rétt við landamæri Kongó (DRC). Þau eru á austurmörkum
hinna víðáttumiklu frumskóga Kongólœgðarinnar. Wangari Maathai hefur tekið að sér að leiða
hóp á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) til verndar þessum skógum.
Stjórn nýtingar skóglenda er víða flókin og erfið í Austur-Afríku, enda eru ekki bara tré í
skógunum! Filar eru til að mynda v0a órjúfanlegur hluti vistkerfa skóganna. Skógrækt og
skógvernd þarf þvíað taka tillit til þeirra ásamt öðrum þáttum í þessum heimshluta.
BAKGRUNNUR BARÁTTU
NÓBELSVERÐLAUNAHAFANS
Til þess að skilja betur bakgrunn
baráttu Maathai er gott fyrir
lesendur að kynnast lítillega
stöðu mála í heimalandi hennar.
Ég hafði tækifæri til að kynnast
þeim vettvangi, en ég eyddi
sfðastliðnu hausti í Afríku við
öflun gagna í rannsóknaverkefni
mitt í auðlindastjórnun á
Elgonfjalli á landamærum
Úganda og Kenýa.
Maathai er fædd og uppalin í
smábænum Nyeri í hlíðum
Kenýafjalls. Kenýafjall setur
mikinn svip á landslagið, en
fjallið er jöklum skrýtt og gnæfir
yfir hálendisslétturnar í kring.
Svæði umhverfis fjallið byggir
ættbálkur Maathai, Kikuyu, en
hann er fjölmennasti ættbálkur
landsins. í Austur-Afríku eru
fleiri slfk fjöll sem gnæfa
stakstæð upp úr hásléttunum,
líkt og skógi vaxnar eyjur í
landslaginu. Þekktast þessara
fjalla er Kilimanjaro f Tanzanfu,
5.895 m hátt og hæsta fjall Afríku
og eins er Kenýafjall í Kenya
mikilfenglegt, 5.200 m hátt,
einnig með jöklum á toppnum.
Auk þess eru á þessum slóðum
fleiri há fjöll eins og Meru,
Aberdares og Elgon og austar
fjallgarðarnir Rwenzori og
Virunga.
Að þessum fjöllum hefur um-
hverfisverndarbarátta Maathai
mikið beinst. Þessi fjöll eru afar
mikilvæg fyrir margra hluta sakir.
Jarðvegur í hlíðum þeirra er
frjósamur og því eru þéttbýlustu
svæði viðkomandi landa um-
hverfis þau. Ofan ræktunar-
landanna taka við skógar, upp að
heiðalöndunum ofan skógar-
markanna. Sakir einangrunar-
innar og mikillar hæðar er einkar
fjölbreytilegt lífríki á fjöllunum.
66
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005