Skógræktarritið - 15.05.2005, Síða 74
2-3. mynd. Frd rœktunarsvœði Garðalundar fyrir 20 árum. Gróðrinum hefur farið mikið fram.
4. mynd. Garðalundur er vinsælasta útivistarsvæði Akurnesinga. Fólk er þar á öllum tímum, jafnt
sumar sem vetur og nýtur útivistar ískjólinu. Myndin er tekin á vordögum 2005.
5. mynd. Nýja skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness - Slaga. Nafnið er dregið af
uppsprettum sem flæða undan fjallinu. Birkiskógur að vaxa.
þótt undirtektir væru litiar, því í
þá daga var það sama upp á
teningnum og nú á tímum, að
sjálfþoðastarfið hvílir mest á
örfáum félögum. Á þessum árum
var búið að ráða lærðan garð-
yrkjumann sem hét Guðmundur
Jónsson, skömmu seinna varð
hann formaður Skógræktar-
félagsins. Fljótlega byrjar hann
að vinna við gróðursetningu trjáa
í Garðalundi, aðallega með
félögum úr Skógræktarfélaginu
og unglingum úr vinnuskóla
bæjarins, oft við litlar undirtektir
ráðamanna. í dag meta allir verk
Guðmundar mikils og njóta nú
margir hins vinsæla útivistar-
svæðis Garðalundar sem hann
vann svo ötullega að. Guðmundi
var reistur verðugur minnisvarði í
Garðalundi fyrir nokkrum árum,
sem minnir okkur á þrautseigju
hans.
Skógræktarfélagið lagðist í
dvala á sjöunda áratugnum.en
var vakið af honum 1980 á ári
trésins og hefur starfað óslitið
síðan.
Árið 1981 fékk Skógræktar-
félagið 36 hektara landsvaeði til
yfirráða. Er þetta land upp við
Akrafjall og nefnist Slaga. Þetta
ár voru settar niður fyrstu plönt-
urnar í þetta svæði, aðallega birki
og greni. Þarna voru að verki
bæjarstjórnin, félagar úr Rotary
og Skógræktarfélaginu. Ekki hefur
starfið gengið þrautalaust í Slög-
unni, tvívegis hefur verið kveikt í
svæðinu, f fyrra skiptið brann
næstum allt svæðið og eyðilagði
eldurinn að mestu 7 ára starf,
þremur árum síðar var aftur
kveikt í en þá tókst að slökkva
eldinn áður en að hann breiddist
mikið út, þó urðu töluverðar
skemmdir á trjágróðri. Girðing
hefur verið fremur léleg lengst af
f kringum svæðið. Hefur sauðfé
skemmt töluvert fyrir félaginu,
t.d. hefur ekki verið hægt að
72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005