Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 83
stólparót en út frá henni greinast
margar ffnni hliðarrætur. Rót
holtasóleyjar hefur stundum
verið nefnd þjófarót en sam-
kvæmt Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar var hægt að nota hana
með nokkrum skilyrðum, sem
erfitt var að uppfylla, til að draga
til sín peninga.
Útbreiðsla holtasóleyjar í
jarðsögunni
Eldra og Yngra Dryas eru jarð-
söguskeið sem kennd eru við
holtasóley þar sem hún var
áberandi í gróðurfari á norður-
hveli á þessum jarðsöguskeiðum.
Yngra Dryas markar upphaf
nútíma og lok ísaldar, aðallega í
Vestur-Evrópu fyrir um 10.000
árum. Yngra Dryas- skeiðið hófst
fyrir um 12.900 árum og lauk fyrir
um 11.500 árum og nær þvf yfir
tiltölulega stuttan tíma í jarð-
sögunni. í lok ísaldar fór hitastig
smátt og smátt hækkandi á
norðurhveli jarðar og ísaldar-
jöklarnir hörfuðu. Á Yngra Dryas
lækkaði hins vegar meðalárshiti
mjög skyndilega. Talið er að
meðalárshiti á Grænlandi hafi
verið um 15°C lægri en hann er í
dag og í Evrópu er talið að meðal-
árshiti hafi verið 5°C lægri. Jöklar
mynduðust á hálendi en á lág-
lendi hörfuðu hitakærar tegundir
lengra suður á bóginn á meðan
kuldaþolnari tegundir urðu mjög
útbreiddar í Evrópu, t.d. í Suður-
Englandi og í Danmörku, þar á
meðal holtasóley sem þetta
skeið dregur nafn sitt af.
Þegar ísaldarjökullinn breiddi
úr sér á norðurhveli á síðasta
kuldaskeiði ísaldar brotnuðu
áður samfelld gróðursvæði upp í
lítil einangruð svæði þar sem
aðeins harðgerðustu plöntur áttu
hugsanlega möguleika á að lifa
af. Á þessum svæðum héldu
tegundir áfram að þróast. Þegar
tók að hlýna aftur gátu þessi
2. mynd. Vid aldinþroskun myndast hárbrúskur í fyrstu snúinn en síðan vinst ofan af
snúningnum og hárbrúskurinn slendur út íloftið eins og hárprúð brúða í roki. Kallast þá
holtasóleyin hárbrúða eða hármey. Ljðsmynd: jo'hann Óli Hilmarsson.
Hybrlds between D. octopetala
and 0. integrifolla
Fosall, interglacfal, pleniglacial
and late-glacial
3. mynd. Holtasóley hefur mikla útbreiðslu á norðurhveli. Heilu línurnar afmarka útbreiðslusvæði
D. octopetala sem er sú tegund sem hér vex og skástrikuð svæði eru þau svæði þar sem hún er
atgengust. „Greiðu"línan afmarkar útbreiðslusvæði D. integrifolia. Dökku punktarnir eru
stakir fundarstaðir D. octopetala og D. integrifolia innan síns útbreiðslusvœðis. Opnir punktar
eru fundarstaðir holtasóleyjastofna þar sem hefur orðið kynbiöndun milli D. octopetala og D.
integrifolia. Táknið + merkir staði þar sem plöntuleifar fsleingervingar) eða frjókorn þessara
tegunda hafa fundist í jarðvegi en þær vaxa ekki á þeim slóðum í dag. Heimild: Hultén og Fries
1986.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
81