Skógræktarritið - 15.05.2005, Síða 84

Skógræktarritið - 15.05.2005, Síða 84
einangruðu gróðursvæði verið uppspretta fyrir útbreiðslu margra plöntutegunda. Stofnar tegunda sem höfðu verið að- skildir í lengri tfma og náð að þróast og aðlagast breyttum umhverfisaðstæðum hver á sínu svæði náðu saman aftur og stundum varð blöndun á milli þeirra ásamt fjölföldun á litn- ingum, sem gat leitt til myndunar nýrrar tegundar. Samanburðarrannsóknir á erfðabreytileika holtasóleyjar (D. octopetala) og hinni náskyldu D. integrifolia hafa varpað ljósi á útbreiðsluleiðir þessara tegunda eftir fsöld. Rannsóknir benda til þess að flóra Svalbarða kom aðallega frá N-Skandinavíu en þaðan dreifðist hún til NA- Grænlands. íslenska flóran kom frá SV-Skandinavfu og Skotlandi og þaðan barst hún áfram til Suður-og Austur-Grænlands. Meiri breytileiki var milli rann- sóknasvæða á Grænlandi, Sval- barða, íslandi og f Svíþjóð en á milli þessara tveggja náskyldu tegunda. Mestur breytileiki í stofnum holtasóleyjar var á Austur-Grænlandi en þar er kynblöndun milli tegundanna tveggja mest. Útbreiðsla á norðurhveli í dag Holtasóley er það sem kallast að vera sirkumpólar, þ.e. útbreiðsla hennar á norðurhveli jarðar nær hringinn f kringum Norðurpólinn. Eins og sést á útbreiðslukortinu (3. mynd) eru þetta aðallega D. octopetala og D. integrifolia. Sú teg- und sem hér vex, D. octopetala er hánorræn. Útbreiðslusvæði hennar er á heimskautasvæðum og í fjalllendi í Evrópu, Asíu svo og á vesturströnd Norður- Ameríku. í Evrópu er hún auk íslands algeng í Noregi en vex einnig annars staðar í Skandi- navíu, á N-Bretlandi og á írlandi. Sunnar í Evrópu eru hún bundin við háfjallasvæði eins og Alpana. Aðalútbreiðslusvæði D. integrifolia er í Kanada og vestur og norður- hluta Grænlands. Kjörsvæði og útbreiðsla á íslandi Hér á landi vex holtasóley á melakollum og á þúfnakollum í þurrum móum þarsem ertiltölu- lega snjólétt. Hún er oft á meðal fyrstu landnema á melum. Hún er algeng um allt land bæði á láglendi og hálendi. Hún blóm- strartiltölulega snemma eða f maf-júnf. Æxlunarvistfræði holtasóleyjar Holtasóley myndar blómvísa árinu fyrir blómgun og þar sem blöðin eru að mestu sígræn getur hún nýtt sér fyrstu vorhlýindi til að blómgast snemma sumars árið á eftir. Holtasóley er frævuð af skordýrum og algengast er að blómin séu vfxlfrjóvguð, þ.e. frjóvgun verður á milli blóma mismunandi einstaklinga þó að sjálfsfrjóvgun sé einnig þekkt, en þá verður frjóvgun innan sama blóms. Holtasóley fjölgar sér fyrst og fremst með fræi sem dreifist með vindi og hvert blóm myndar um það bil 50-60 fræ en fjöldi og þyngd fræja er líklega háð umhverfisaðstæðum eins og hitastigi. Það getur þvf skipt máli fyrir norræna tegund eins og holtasóley að vera ljósleitin en slfkar plöntur geta teygt sig mót sólu og hafa þróað með sér hæfni til að virkja ljós og hita- geislun frá sólu. Blóm holtasól- eyjarinnar er skálarlaga líkt og hjá mörgum ljósleitum plöntu- tegundum. Blómin snúa ávallt á mót sólu þannig að hitastigið í blómbikarnum getur orðið allt að 8°C heitara en utan hans. Hátt hitastig í blómbikarnum laðar einnig að skordýr sem sækja í hlýjuna og fyrir þær jurtir sem treysta á skordýrafrævun hefur þetta mikla þýðingu. Frædreifing verður síðan um miðjan ágúst. Holtasóley getur náð töluvert háum aldri. f rannsókn Lilju Karlsdóttur (2004) sem var hluti af meistaranámi hennar og kom m.a. inn á stofnsamsetningu holtasóleyjar, reyndist elsta plantan vera 37 ára og líklega geta plöntur holtasóleyjar náð enn hærri aldri. Meðalársvöxtur var um 2 cm2/ári. Rannsóknir Lilju benda einnig til þess að holtasóley þurfi að hafa náð tilteknum aldri eða stærð áður en hún blómgast í fyrsta sinn en yngstu blómstrandi holtasól- eyjarplöntur voru 7 ára gamlar. Holtasóley sem hluti af vistkerfi íslands Rjúpan er grasæta og rjúpna- laufið er mikilvæg fæða hennar. í fyrstu alast ungar rjúpunnar á skordýrum og æxlikornum korn- súru en seinna þegar vetrar sækir rjúpan meira niður á láglendið og þá verður rjúpnalauf auk fjall- drapa og birkis drjúgur hluti fæðunnar. Fleiri grasbftar sækja í blóm og blöð holtasóleyjarinnar, t.d. sauðfé, en einnig er rjúpnalaufið mikilvæg fæða hreindýra, ásamt grasvíði og fleiri háplöntutegund- um auk fléttna. Maðurinn borðar bæði rjúpur, sem mörgum finnst ómissandi jólamatur og hreindýrakjöt sem einnig er að ryðja sér til rúms sem hátíðamatur og segja má að rjúpnalaufið eigi þátt í bragðgæðum kjötsins. Notkun Holtasóley var nýtt til að drýgja og bragðbæta mat, svo og sem lækningaplanta, þó líklega hafi það ekki verið í miklum mæli. Hægt er að nota alla hluta 82 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.