Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 88
sérstöku fléttusamfélagi sem
myndar mikla fióka í trjám f
skógum víða á norðurslóðum.
Það eru einkum tegundir af
ættkvíslunum Alectoria, Bryoria og
Usnea sem mynda þessa flóka.
Þar sem mest er um flétturnar
þekja þær neðri greinar trjánna
og setja mikinn svip á skógana.
Magn fléttnanna er slfkt að þær
leika stórt hlutverk í vistkerfi
skóganna. Þær eru mikilvæg
vetrarfæða hreindýra og fleiri
hjartardýra sem krafsa upp úr
snjónum lufsur sem vetrarvindur-
inn hefur feykt úrtrjánum. Þær
eru einnig étnar af nagdýrum og
fuglar nýta þær til hreiðurgerðar.
Af þessum fléttum er jötunskegg
(Bryoria chalybeiformis) algengast
hér á landi utan í klettum, en
sjaldgæfari eru birkiskegg (Bryoria
fuscescens) og ljósaskegg (Usnea
subfloriáana) sem vaxa á gömlu
birki, og það fyrrnefnda einnig á
innfluttu lerki.3
Allmiklar rannsóknir hafa verið
gerðar á þessum fléttusamfélög-
um og vistfræði þeirra, bæði
vestan hafs og austan. í rann-
sóknum á flókakræðu í furuskógi
í Norðvestur- Svíþjóð kom m.a. í
ljós að lítið er af fléttunni við
skógarjaðarinn þar sem vindálag
er mikið en hún eykst er kemur
inn í skóginn.2 Jafnframt eru
fléttubrúskarnir stærri inni í
skóginum, en þar voru þeir að
meðaltali 20 - 40 cm langir.
Stærstu flókarnir sem fundust
voru 90 cm langir.2 í rannsókn á
flókakræðu og Bryoria- fléttum í
25 m háum blágreni- og fjalla-
þinsskógi í fjöilum Bresku
Kólumbíu f Kanada kom í ljós að
mest var af flókakræðu í 5 - 10 m
hæð í trjánum en þéttleiki
Bryoria- tegundanna var hins
vegar mestur í 15 - 20 m hæð.1
Talið er að flókakræðan nýti sér
einkum sumarregn til vaxtar, en
1. mynd. FlókakræSa, Alectoria sarmentosa ssp. sarmentosa, sem \annst á birki í Vatnshornsskógi
vorið 2004. Ljðsm.: BM.
fléttan vaxi víðar í skóginum en
vart er hún þar nokkurs staðar
áberandi.
Nokkur fróðleikskorn um
flókakræðu
Flókakræða af þeirri gerð sem
fundin er í Vatnshornsskógi er
ein þeirra tegunda sem vex í
2. mynd. Minna eintakið af jlókakræðu sem jannst íVatnshornsskógi sumarið 2004. Á stofninum
má einnig greina fle'ttu af œttkvíslinni Parmelia. Ljðsm.: B.M.
86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005