Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 97
eiginleika bæði inni í fræinu og
í fræskelinni.
Hörð fræskel getur hindrað
vatnsupptöku og loftskipti (Pinus
cembra), eða af því að það inni-
heldur spírunarletjandi efni (Abies
alba). Kímið og/eða fræhvítan
getur innihaldið spírunarletjandi
efni sem verða að fara í gegnum
lífefnafræðilegar breytingar áður
en spírun er möguleg (Picea
sitchensis).
„Kaldblautmeðhöndlun’’ leiðir í
flestum tilfellum til þess að fræ
sem hefur þörf fyrir slfka með-
höndlun, spírar hraðar, betur og
jafnar heldur en ómeðhöndlað
fræ. Meðhöndlunin krefst
árvekni. Fræið verður í gegnum
allan meðhöndlunartímann að
hafa kjör- hita- og rakastig og
nægt aðgengi að súrefni. Að-
ferðin sjálf getur verið breytileg
og hægt að haga henni eftir
aðstæðum á hverjum stað.
Yfirleitt er einfaldast að fram-
kvæma meðhöndlunina f gróðrar-
stöðinni.
Norski skógarfræbankinn
Saga Skógarfræbankans nær aftur
til 1895 þegar Fræverkunarstöðin
f Hamri var stofnuð af norska
ríkinu. Verkefni fræverkunar-
stöðvarinnar var að útvega norskt
trjáfræ til gróðrarstöðvanna í
Austur-Noregi. Eftir að Skógar-
fræbankinn var stofnaður hefur
hann stöðugt fengið fleiri
verkefni og er í dag sjálfseignar-
stofnun sem ber ábyrgð á verk-
efnum sem tengjast trjáfræ-
málum eins og:
• Fræsöfnun
• Fræ inn- og útflutningi
• Fræverkun og hreinsun
• Fræbanka
• Fræsölu til gróðrarstöðva og
skógareigenda
• Fræmeðhöndlun
• Fræprófun
• Rekstri frægarða
• Trjákynbótum
• Upplýsingaþjónustu
• Frostþolstilraunum á
skógarplöntum
• Opinberum upplýsingum um
fræ- og skógarplöntuframleiðslu
• Útgáfu leyfa vegna söiu, inn- og
útflutnings á trjáfræi og skógar-
plöntum.
Skógarfræbankinn er með
netverslun www.skogfroverket.no
sem er bæði á norsku og ensku,
og íslenska útgáfan er væntanleg.
íslenskir viðskiptavinir geta haft
samband við okkur á íslensku og
verslað á sömu forsendum og
norskir viðskiptavinir. Skógarfræ-
bankinn afgreiðir fræ sem er
prófað eftir viðurkenndum
reglum fra ISTA (International
Seed Testing Association) og
afgreitt með opinberum skír-
teinum í samræmi við O.E.C.D.-
reglurnar fyrir alþjóðleg viðskipti
um trjáfræ og plöntur fyrir endur-
nýjun skóga. Reynslan sýnir að
fræsalar fylgja ekki alltaf ströng-
ustu kröfum um frægæði. Hátt
vatnsinnihald og mikil óhreinindi
í fræi er algengt vandamál í fræ-
viðskiptum. Þess vegna spírunar-
prófar Skógarfræbankinn allt fræ
og hreinsar það og meðhöndlar
eftir þörfum fyrir sölu til sinna
viðskiptavina. Þetta er gæða-
trygging fyrir gróðrarstöðvarnar
og þær taka þannig lágmarks-
áhættu við fræinnkaup.
8. mynd. Gróðrarstöðin Barri á Egilsstöðum hefur keypt mikið af frœi frá Norska skógarfrœbankanum.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
95