Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 100
AmwiAúut cflœAilecfi á JcxíAmmi á
Þingholtin eru án efa eitt gróður-
sælasta hverfi Reykjavíkur. Trjá-
gróður er þar einstaklega fjöl-
breyttur og fallegur, sem gefur
hverfinu mikið gildi. Það er
örugglega ekki síst fyrir þær sakir
sem þetta er í dag eitt eftir-
sóknarverðasta íbúðahverfi
borgarinnar.
Trjám í gömlum görðum tengist
oft mikil saga. Þau eru því ekki
bara falleg og svipmikil fyrir
íbúðahverfin heldur líka
órjúfanlegur hluti menningar-
sögu borga og bæja.
í garðinum við húsið að Laufás-
vegi 34, á horni Skothúsvegar og
Laufásvegar, stendur áberandi
fallegur álmur (UImus glabra), sem
ekki bara prýðir garðinn heldur
setur svip á Skothúsveginn allan.
Fyrir nokkru kom hingað Karl
Eiríksson fyrrv. forstjóri Bræðr-
anna Ormsson með gamla mynd
af álminum úr fórum sínum, en
Karl ólst upp í húsinu. Þessi
gamla svart-hvfta mynd er af
Ormi Ólafssyni, syni Ólafs Orms-
sonar föðurbróður Karls. Myndin
var tekin af þvf tilefni að Ormur
útskrifast úr Vélstjóraskólanum
árið 1939, þá 21 árs gamall og þá
stillt upp við álmtréð. Eins og
sést er tréð strax þá komið í
góðan vöxt.
Telja þeir að þetta tré hafi
sennilega komið frá Agner F.
Kofoed-Hansen fyrrverandi
skógræktarstjóra, sem oft kom
við í garðinum með trjáplöntur.
Vitað er að garðurinn var
endurgerður árin 1930-31 og
tréð lfklega gróðursett árið 1933
eða 1934. Húsið er hins vegar
byggt árið 1909. Núverandi
eigandi hússins er Svava
Björnsdóttir.
Ormur, sem er fæddur árið 1918,
kom með okkur í garðinn til þess
að skoða tréð. Þá var litmyndin
tekin en eins og sjá má hefur tréð
heldur betur stækkað á þessum
liðlega 60 árum sem liðið hafa
síðan hann útskrifaðist úr
Vélstjóraskólanum í stríðsbyrjun
árið 1939!
Ormur Ólafsson nýútskrifaSur úr Vélstjóraskólanum a'rið 1939 viS álminn á horni Skothúsvegar
og Laufásvegar.
98
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005