Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 56

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201954 18. október – Barcelona til Jaca Við yfirgáfum hótel í Barcelona að loknum morgunverði og stefndum í norður. Hér var kominn nýr bílstjóri sem var með okkur allan tímann, Oscar Moral, liðugur náungi og hress og ók vagninum þægilega. Stefnan var tekin á klaustrið Montserrat, víðfrægan byggingarkjarna með mikilfeng- legu landslagi. Hér var þröng á þingi enda ferðamönnum daglega landað þar í þúsundum talið. Við sigldum um grösugar sveitir og fram undan voru tindar sem bar við himinn og þeirra hæstur er Sant Jeroni, 1.240 m. Fjöllin eru mynduð úr gömlum sjávarbotni þar sem þrifust frumdýr með stoðkerfi úr kalkskeljum sem hlóðust upp fyrir milljónum ára. Sumir úr okkar hóp fóru í kláfum eins langt og komist var að efstu toppum meðan aðrir dvöldu í þorpskjarnanum þar sem er að finna ýmislegt fróðlegt um sögu og tilurð staðarins. Útsýni er mikilfenglegt til allra átta og byggingarnar sem eru gleyptar í kalk-klettana líta út fyrir að vera hluti af landslaginu. Hér hefur Benediktusar- reglan verið starfrækt í fleiri hundruð ár. Umhverfið á vart sinn líka þar sem landslagið er stórbrotið en elstu byggingar má rekja allt til 9. aldar eða um það bil þegar Ísland byggðist. Gróðurfar í hlíðunum ber einkenni Miðjarðarhafsloftslags en með tímanum hafa einnig síendurteknir skógareldar mótað gróðurfarið. Þar sem áður uxu víðfeðmir furuskógar (Pinus halepensis og Pinus nigra) er nú að finna runna og lauftré sem smám saman hafa gjörbreytt ásýnd svæðisins. Hér vaxa samt fjölmargar trjátegundir, m.a. sjö eikartegundir, þrjár hlyntegundir en alls er að finna allt að 30 Byggingarkjarni klaustursins í Montserrat. Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.