Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 32
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202032
á milli þúfna, róta og mosavaxinna steina.
Stundum hvíslar vindurinn að trjánum, en
stundum orgar hann og allur skógurinn
virðist vera á iði, þó það sé alltaf skjól niðri
á skógarbotninum. Í leysingunum myndast
heilt kerfi af stöðuvötnum á skógarbotn-
inum. Stundum er skógurinn hvítur,
stundum grár, og stundum er hann fullur af
græn-gylltu ljósi.
Allur matur bragðast betur ef maður
borðar hann úti. Heitur matur bragðast
sérstaklega mikið betur og þeim mun
meira eftir því sem kaldara er. Í skóginum
fáum við sendan mat beint úr eldhúsinu
Í morgunhúmi í janúar staulast röð af
börnum í gulum vestum með kennurunum
sínum í gegnum skaflana á leið frá leikskól-
anum í Stykkishólmi og upp í Nýrækt,
eða í skóginn eins og þau orða það. Sum
ganga á hlið eða afturábak, „með rassinn
út í vindinn”, til að skýla andlitinu fyrir
skafrenningnum, en þó eru öll glöð og
brosandi. Maður lætur ekki veðrið á sig fá
þegar maður er á leiðinni í ævintýri.
Það er sama hvað maður kemur oft í
þennan skóg, hann er aldrei eins. Stundum
er svo dimmt undir trjánum að ómögulegt
er að ímynda sér hvaða rökkurvættir leynist
Svipmyndir úr útikennslu