Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 8
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20208
græðireit til að rækta upp trjáplöntur.
Plöntunum reiddi misjafnlega af. Jarð-
vegurinn var ófrjór, lítið skjól fyrir hvass-
viðri og hætt við frostlyftingu á veturna.
Plönturnar sem gróðursettar voru, höfðu
flestar verið aldar upp við hagstæðari
skilyrði í Danmörku og Noregi en síðan
fluttar hingað til lands sjóleiðina.5
Í græðireitnum var einkum reynt
að rækta upp grenitré ýmiskonar. Fræ
einnar tegundarinnar - lindifuru - var hins
vegar nær allt étið af músum og furðar
Flensborg sig nokkuð á tilvist þeirra, enda
hvorki ræktarland né skógar nokkurs
staðar í nágrenninu.6 Vel gekk að rækta
upp af öðru fræi, að sögn Flensborg.
Græðireiturinn gerði það líka að verkum
að fólk gat keypt trjáplöntur til gróður-
setningar. Í tímaritinu Lögréttu má til
Árið 1901 var hlutafélagið Skógræktar-
félag Reykjavíkur stofnað í því augnamiði
að fá og gróðursetja í um 20 tunnur lands
(6,5 hektara) við Rauðavatn.4 Að félaginu
stóð Flensborg ásamt ýmsum góðborgurum
Reykjavíkur svo sem Þórhalli Bjarnasyni,
síðar biskup, Bjarna Sæmundsyni, náttúru-
fræðingi og kennara, og Steingrími
Thorsteinssyni yfirkennara og skáldi, sem
varð fyrsti formaður félagsins.22
Árið 1902 keypti félagið spildu við
Rauðavatn og lét girða hana af. Sumarið
eftir voru gróðursett um 8.000 reynitré og
nokkur hundruð lindifurur, fjallafurur og
hvítgreni. Plönturnar hafði Flensborg tekið
með sér þegar hann kom til Íslands frá
Danmörku um vorið. Þá var lúpínu sáð á
svæðinu í tilraunaskyni. Innan skógræktar-
girðingarinnar kom Flensborg einnig upp
Fjallafurur í Rauðavatnsstöðinni sumarið 2020. Fjallafururnar eru lágvaxnar og skriðnar, þótt fagrar séu. Þó hafa
þær myndað skjól og bætt jarðveginn. Í dag vaxa því há og heilbrigð tré ýmissa tegunda á þessu svæði sem áður var
næringarsnauður, vindbarinn melur. Mynd: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir