Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 27

Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 27
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 27 en í því felst ekki hvað síst hvort betri veðurfarsskilyrði nú geri skógarfuruna síður móttækilega fyrir furulús. Það er vel þekkt að tré sem eiga undir högg að sækja af ýmsum ástæðum geti verið næmari fyrir skaðvöldum. Stress og erfiðar náttúrulegar aðstæður juku ásókn furulúsarinnar Pineus boerneri á asísku furutegundinni Pinus kesiya í Malaví6,7 og lúsin Pineus coloradensis veldur eingöngu skaða á reyðarfuru (Pinus resinosa) þar sem tegundin vex utan við náttúrulegt útbreiðslusvæði eða þar sem tré eru stressuð.17 Niðurstöður þessarar rannsóknar benda ekki til þess að hagstæðara veðurfar á síðustu áratugum komi í veg fyrir smitun trjáa þar sem yfirgnæfandi meirihluti trjáa í tilraun- inni í Mjóanesi var smitaður af furulús. Hagstæðara veðurfar gæti aftur á móti auðveldað trjánum að rétta aftur úr kútnum, en það verður tíminn að leiða í ljós. Mikil afföll af skógarfurugróður- setningum fyrri ára hafði vakið grunsemdir um að þau kvæmi frá Norður-Noregi sem þá voru gróðursett væru sérlega móttækileg fyrir furulús. Þessi rannsókn sýndi að svo var ekki. Það var enginn marktækur munur á lúsasmiti á skógarfurukvæmum sem komu frá svipuðum slóðum og íslensku kvæmin og öðrum erlendum kvæmum sem voru í tilrauninni. Lúsin reyndist sækja meira í kvæmi sem voru hraðvaxta fyrir 2011, eins og 7.a mynd sýnir, enda er þekkt að mikill vaxtarhraði getur verið á kostnað mótstöðuafls gegn skordýraplágum.8 Sem dæmi má nefna að finnska kvæmið Ranva sem hafði næst hæsta meðal árlegan hæðarvöxt fram að því að lúsin fannst fyrst var með næst hæstu smiteinkunnina 2,24 árið 2017 og var á meðal þeirra kvæma sem höfðu minnstan meðal árlegan hæðarvöxt fyrir tímabilið 2011-2017 (6. mynd). Frá þessu eru þó undantekningar. Kvæmið Hallormsstaður var með næst meðalsmiteinkunn hafði um það bil fimmfaldað hlutfallslegan vaxtarhraða sinn frá og með 2011, en engin aukning varð á hlutfallslegum vaxtarhraða þeirra trjáa sem höfðu hæsta smiteinkunn, þ.e.a.s. vaxtarhraðabreyting var = 1 (8. mynd). Samantekt Kvæmatilraunir með skógarfuru sem voru lagðar út á árunum 2004 og 2006 höfðu þann tilgang að kanna hvort rangt kvæmaval skógarfuru hefði verið megin orsök fyrir miklum afföllum á 5. og 6. áratug síðustu aldar. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að kvæmi frá Norður- Noregi væru ekki lakari en önnur erlend kvæmi með tilliti til lifunar og vaxtar. Lifun kvæma af svipuðum slóðum og íslenska skógarfuran er ættuð frá reyndist vera betri en kvæma frá suðlægari slóðum, en kvæmi frá öðrum svæðum sýndu ekki betri vöxt en kvæmi frá svipuðum slóðum og íslensku kvæmin. Raunar var kvæmið Harstad, sem er frá svipuðum slóðum í Noregi og íslensku kvæmin, hæst allra kvæma við mælingu 2017. Harstad hafði einnig næst mestan hæðarvöxt árin 2011-17, næst á eftir kvæminu Hallorms- staður. Þetta kemur ekki á óvart, það er vel þekkt að möguleikar á flutningi skógarfuru til norðurs eða suðurs eru takmarkaðir. Rannsóknir frá Svíþjóð og Finnlandi hafa þannig sýnt að flutningur á skógarfuru um 2-3° breiddargráður í suður bætir lifun plantna þar en flutningur til norðurs hefur gagnstæð áhrif.4 Lægra hlutfall lifandi plantna suðlægari kvæma í þessari tilraun má að líkindum rekja til samspils lágs sumarhita hér, aðlögunar að daglengd og haustfrosta. Þessar niðurstöður benda eindregið til þess að hvorki lifun plantna né vöxtur hefði verið betri ef annar efniviður en skógarfura frá Norður-Noregi hefði verið valinn á sínum tíma. Markmiðið með kvæmatilraununum var einnig að leiða í ljós hvort ræktunarskilyrði fyrir skógarfuru séu orðin hagstæðari,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.