Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 67

Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 67
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 67 Nú vex þar ungur og upprennandi skógur á um 70 hekturum lands. ,,Þetta var bara flagmói þegar við byrjuðum á þessu,“ segir Þorvaldur. ,,Það eru aðallega fjórar tegundir sem við erum með hérna, það er rússalerki, sitkagreni, birki og stafafura. Í raun og veru er sitkagrenið albesta plantan en hún þarf náttúrulega að hafa sæmilegt land. Lerkið er afburða frumherji, það virðist ganga vel á rýru landi og ótrúlegt að sjá hvernig það vex í nánast engu. En ég er ekkert sérlega hrifin af stafafurunni,“ segir Þorvaldur og bendir á greinaberar stafafurur skammt frá litlum kofa sem er afdrep þeirra hjóna í skóginum. Fyrst í stað var skógræktin eingöngu áhugamál þeirra hjóna en árið 2006 varð jörðin hluti af Norðurlandsskógum og er nú svo gott sem fullplantað í umsamið land. ,,Nú þegar ég er hættur að planta í Norðurlandsskóga ætla ég að verða mér úti um svolítið af ösp. Það er hægt að setja hana niður í rakt land,“ segir Þorvaldur og bendir á votlendissvæði skammt frá kofanum. Þó að dregið hafi úr gróður- setningum, situr hann ekki aðgerðalaus enda næg verkefni í skóginum. ,,Ég byrjaði aðeins í vetur að kvista upp og laga tvítoppa á lerki hérna hinu megin og þarf að halda áfram með það. Sum af þessum lerkitrjám eru svo bara aumingjar þannig að það þarf að fella þau og planta nýjum í staðinn.“ Húnavatnssýslan allsber Afskipti Þorvaldar af skógrækt í sýslunni ná aftur um nærri hálfa öld. ,,Ég er alinn upp í Miðfirðinum en flutti burt 1963 og bjó meðal annars í Borgarnesi í þrjú ár þar sem ég var í viðgerðum hjá Vegagerðinni. Ég var búinn að þvælast töluvert um þarna vegna vinnunnar í Borgarfirði, Snæfellsnesi, Dölum og vestur í Djúp og Barðaströnd. Eftir að hafa verið þar, sá ég að Húnavatnssýslan var svo að segja alveg trjálaus en vel grasi gróin. Hún var eiginlega bara allsber,“ segir Þorvaldur. Skógræktarfélag Vestur-Húnvetninga Þorvaldur Böðvarsson á forláta Ferguson traktor sem hann hefur gert upp og lítur nú út sem nýr. Í baksýn má sjá skóginn að Grund II sem Þorvaldur hefur ræktað ásamt eiginkonu sinni í 30 ár. Mynd: EÖJ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.