Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202082
tilkomu skóganna hefur þeim því síður en
svo fækkað (12. mynd).
Beitarfriðunin losaði mófugla við
einhvern mesta eggjaræningjann,
sauðkindina, og hávaxnari stara- og
runnagróður dugar betur en snöggu
þursaskeggsmóarnir til að fela egg og
unga fyrir hinum helstu afræningjunum,
hröfnum, kjóum og máfum. Hrossagaukum
og þúfutittlingum hefur fjölgað mikið, enda
verpa þeir í skógunum ekki síður en á opnu
landi. Auk þess er nú miklu meira varp
skógarþrasta og auðnutittlinga en áður
var ásamt því að glókollar, krossnefir og
skógarsnípur hafa numið land.
Mósaíklandslag
Fólk lærði að búa hluti til úr leir fyrir
a.m.k. 20.000 árum síðan. Upphaflega
voru það sennilega einungis nytjahlutir,
en svo tók fólk til við að skreyta þá, enda
felst sköpun í því að vinna með leir og
þar með verður hann miðill sköpunar-
sem í þeim eru gamlar mógrafir á stöku
stað. Þessar þrjár nafngreindu blár eru
brokflóar á köflum en mýrastararmýrar
með þykkum mosaþúfum að hluta (10.
mynd). Birki og víðir eru smám saman að
nema land í þýfðum hlutum blánna (11.
mynd) en brokflóarnir eru það blautir að
runnagróður nær þar ekki fótfestu.
Í votlendinu og jöðrum þess verpa
stelkar, jaðrakanar, lóur og spóar auk
þúfutittlinga og hrossagauka. Stelkar og
jaðrakanar eru votlendisfuglar sem verpa
í og við mýrarnar. Lóur og spóar urpu
áður í snögga mólendinu og reyndar lengi
vel áfram eftir að búið var að gróður-
setja í það. Nú þegar lerkiskógarnir
hafa þétt sig og birki er óðum að nema
móana sem ekki var gróðursett í verpa
þessar tegundir í þurrari, þýfðum hlutum
mýranna og sérstaklega í jöðrunum á
milli mýra og skógar. Mólendið var
það rýrt að það hélt ekki uppi mörgum
lóu- og spóapörum í landi Höfða. Með
15. mynd. Stórir gulvíðirunnar í mýrum mynda líka jaðra. Mynd: ÞE