Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202020
einstaklingum sem höfðu vaxið vel og voru
lausir við skemmdir. Upphaflegur tilgangur
tilraunanna var að kanna hvort ræktunar-
aðstæður fyrir skógarfuru hefðu breyst til
batnaðar síðan 1960 þegar gróðursetningu
skógarfuru var hætt og hvort kvæmi frá
öðrum svæðum en Norður-Noregi gætu
hentað betur við íslenskar aðstæður.
1. tafla. Uppruni skógarfurukvæma í tilrauninni. Landfræðileg hópaskipting sýnir hvernig
kvæmin skiptust í þrjá hópa; hóp-1 sem er frá svipuðum breiddargráðum og Ísland (63–66°N),
hóp-2 sem kemur frá norðlægari svæðum (≥ 66°N) og hóp-3 sem kemur frá suðlægari svæðum
(< 63°N). Í töflunni er kvæmunum raðað frá norðri til suðurs.
Kvæmi Landfræðileg staðsetning Landfræðileg
Heiti Upprunaland Breiddargráða Lengdargráða Hópaskipting
Harstad Noregur 68°,47 N 16°,32 E Hópur 2
Ibestad Noregur 68°,47 N 17°,09 E Hópur 2
Strand Noregur 68°,46 N 16°,12 E Hópur 2
Målsev Noregur 68°,40 N 21°,58 E Hópur 2
Kandalaksha Rússland 67°,10 N 32°,25 E Hópur 2
Beiarn Noregur 67°,00 N 14°,39 E Hópur 2
Ranva Finnland 65°,55 N 26°,30 E Hópur 1
Vaglir Ísland 65°,43 N 17°,53 E Hópur 1
Þórðarstaðaskógur Ísland 65°,38 N 17°,48 E Hópur 1
Grane Noregur 65°,35 N 13°,23 E Hópur 1
Pudasjärvi Finnland 65°,21 N 26°,59 E Hópur 1
Hallormsstaður Ísland 65°,8 N 14°,37 E Hópur 1
Snåsa Noregur 64°,14 N 12°,22 E Hópur 1
Steinkjer Noregur 64°,05 N 11°,49 E Hópur 1
Frosta Noregur 63°,35 N 10°,45 E Hópur 1
Hemnes Noregur 63°,30 N 11°,27 E Hópur 1
Averöy Noregur 63°,04 N 7°,38 E Hópur 1
Gjemnes Noregur 62°,55 N 7°,47 E Hópur 3
Jyväskylä Finnland 62°,14 N 25°,44 E Hópur 3
Bremanger Noregur 61°,50 N 4°,58 E Hópur 3
Imatra Finnland 61°,10 N 28°,46 E Hópur 3
Lindås Noregur 60°,44 N 5°,09 E Hópur 3
Amat Skotland 57°,52 N 4°,32 W Hópur 3
Shieldaig Skotland 57°,31 N 5°,39 W Hópur 3
Conaglen Skotland 56°,46 N 5°,14 W Hópur 3
Rannoch Skotland 56°,00 N 3°,42 W Hópur 3
Innsbruck Austurríki 47°,11 N 11°,31 E Hópur 3
Í þeirri rannsókn sem hér er sagt frá
var í fyrsta lagi leitað svara við því hvort
rangt kvæmaval hefði verið ástæðan fyrir
því að svo mikið af skógarfuru drapst á
sínum tíma. Seinni rannsóknarspurningin
var hvort furulúsarfaraldrarnir hafi leitt
til náttúruúrvals og af þeim sökum hafi
heilbrigðar eftirlifandi skógarfurur hér og