Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202036
þar sem rannsökuð eru áhrif ertuyglubeitar
á vöxt trjáa.
Lífsferill og lýsing
Fiðrildi ertuyglu skríða úr púpu á vorin og
eru oftast á ferli frá byrjun júní fram í júlí.
Undir lok flugtímabils verpa kerlingarnar
á ýmsar plöntur og lirfurnar klekjast út
um það bil viku síðar. Lirfurnar, sem eru
mikil átvögl, byrja þá að nærast á ýmsum
plöntutegundum fram undir haust. Í lok
ágúst og fram undir miðjan september
byrja lirfurnar að púpast undir mosa
eða svarðlagi en þær brúa veturinn sem
púpa2 (1. mynd). Tímasetning varps er
misjöfn eftir árum, enda er líklegt að
þroskunarhraði púpna sé háður hita og
einnig gæti veður haft áhrif á varpatferli,
t.d. er sennilegt að varp sé mest á sólríkum
dögum.
Fiðrildi ertuyglu eru lík mörgum öðrum
yglufiðrildum í útliti, oftast grábrún á
litinn. Það má greina þau frá öðrum
fiðrildum sömu ættar á hvítum bletti á
framvæng (2. mynd). Lirfurnar eru mjög
áberandi þegar þær hafa náð fullri stærð,
um 30 mm að lengd. Þær geta verið breyti-
legar að lit en oftast grænar eða svartar
í grunninn, með fjórum gulum röndum
langsum eftir bolnum (3. mynd). Púpur
Inngangur
Samfara breytingum á veðurfari frá 1990
hafa skemmdir af völdum skordýra á trjám
á Íslandi aukist.6 Landnám nýrra meindýra
hefur aukist og auk þess hafa útbreiðsla
og faraldrar innlendra skordýra breyst.6
Dæmi um innlenda tegund sem hefur breytt
hegðunarmynstri sínu á undanförnum árum
er ertuygla (Ceramica pisi).1,2 Ertuygla
er innlend fiðrildategund af ygluætt
(Noctuidae) en innan ygluættarinnar eru
margar tegundir sem valda tjóni í ýmiskonar
nytjaplöntum og trjágróðri.8 Sumir þekkja
hana betur undir heitinu grasmaðkur en
þó er algengara að annar ættingi hennar,
grasygla (Cerapteryx graminis), sé kölluð
því nafni. Hérlendis lifir lirfa ertuyglu á
ýmsum tegundum plantna en hún er algeng
í lúpínubreiðum auk þess að hafa valdið
töluverðu tjóni í nýskógrækt.1,2
Undanfarin ár hafa farið fram
rannsóknir á ertuyglu þar sem meðal
annars áhrif hlýnunar á stofnstærð
og útbreiðslu hennar voru könnuð. Í
verkefninu voru einnig áhrif hennar á
tré og lúpínu skoðuð. Verkefnið, sem er
doktorsverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur,
var samstarfsverkefni Skógræktarinnar og
Landgræðslunnar. Hér á eftir verður fyrst
og fremst fjallað um þann hluta verkefnisins
Ertuygla: Útbreiðsla og áhrif á
vöxt ungskóga
1. mynd. Lífsferill ertuyglu á Íslandi.