Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 36

Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202036 þar sem rannsökuð eru áhrif ertuyglubeitar á vöxt trjáa. Lífsferill og lýsing Fiðrildi ertuyglu skríða úr púpu á vorin og eru oftast á ferli frá byrjun júní fram í júlí. Undir lok flugtímabils verpa kerlingarnar á ýmsar plöntur og lirfurnar klekjast út um það bil viku síðar. Lirfurnar, sem eru mikil átvögl, byrja þá að nærast á ýmsum plöntutegundum fram undir haust. Í lok ágúst og fram undir miðjan september byrja lirfurnar að púpast undir mosa eða svarðlagi en þær brúa veturinn sem púpa2 (1. mynd). Tímasetning varps er misjöfn eftir árum, enda er líklegt að þroskunarhraði púpna sé háður hita og einnig gæti veður haft áhrif á varpatferli, t.d. er sennilegt að varp sé mest á sólríkum dögum. Fiðrildi ertuyglu eru lík mörgum öðrum yglufiðrildum í útliti, oftast grábrún á litinn. Það má greina þau frá öðrum fiðrildum sömu ættar á hvítum bletti á framvæng (2. mynd). Lirfurnar eru mjög áberandi þegar þær hafa náð fullri stærð, um 30 mm að lengd. Þær geta verið breyti- legar að lit en oftast grænar eða svartar í grunninn, með fjórum gulum röndum langsum eftir bolnum (3. mynd). Púpur Inngangur Samfara breytingum á veðurfari frá 1990 hafa skemmdir af völdum skordýra á trjám á Íslandi aukist.6 Landnám nýrra meindýra hefur aukist og auk þess hafa útbreiðsla og faraldrar innlendra skordýra breyst.6 Dæmi um innlenda tegund sem hefur breytt hegðunarmynstri sínu á undanförnum árum er ertuygla (Ceramica pisi).1,2 Ertuygla er innlend fiðrildategund af ygluætt (Noctuidae) en innan ygluættarinnar eru margar tegundir sem valda tjóni í ýmiskonar nytjaplöntum og trjágróðri.8 Sumir þekkja hana betur undir heitinu grasmaðkur en þó er algengara að annar ættingi hennar, grasygla (Cerapteryx graminis), sé kölluð því nafni. Hérlendis lifir lirfa ertuyglu á ýmsum tegundum plantna en hún er algeng í lúpínubreiðum auk þess að hafa valdið töluverðu tjóni í nýskógrækt.1,2 Undanfarin ár hafa farið fram rannsóknir á ertuyglu þar sem meðal annars áhrif hlýnunar á stofnstærð og útbreiðslu hennar voru könnuð. Í verkefninu voru einnig áhrif hennar á tré og lúpínu skoðuð. Verkefnið, sem er doktorsverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur, var samstarfsverkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um þann hluta verkefnisins Ertuygla: Útbreiðsla og áhrif á vöxt ungskóga 1. mynd. Lífsferill ertuyglu á Íslandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.