Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 8

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 8
Menntamálaráðherra, Björn Olajsson: Tuttugu ár eru nú liðin, síðan hafizt var handa um bygg- ingu Þjóðleikhússins. Margvíslegir erfiðleikar hafa valdið þeim drætti, sem orðið hefur á því að fullgera bygginguna. En nú er þessum framkvæmdum lokið, og Islendingar liafa eignazt Þjóðleikhús, sem þolir samanburð við beztu leikhús annarra þjóða, í því er varðar leiksviðstækni og út- búnað allan. Leildistin hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi, vegna ófullnægjandi húsakosts og skorts á fullkominni tækni til leiksýninga. En þrátt fyrir mikil vanefni og erfiðar að- stæður hefur leiklistin, sem stunduð hefur verið hér að mestu í hjáverkum, risið hátt upp úr því umhverfi, sem fátækt og fámenni hefur skapað henni. Ymsir íslenzkir leikarar hafa fyrr og síðar komizt svo langt í list sinni, að þeir hafa staðið á sporði öndvegisleikurum annarra þjóða. Um leið og Þjóðleikhúsið tekur til starfa, er brotið blað í leiklistarsögu landsins. Sú er von mín, að það megi opna íslenzkri leiklist braut að nýjum þroska, er nái hámarki í túlkun þjóðlegrar listar. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz: Með opnun Þjóðleikhússins höfum vér íslendingar náð langþráðu takmarki, því takmarki að skapa einni vin- sælustu listgrein vorri, leiklistinni, góð starfsskilyrði og unnendum þessarar listar aðstöðu til þess að njóta hennar í ánægjulegu umhverfi. Vér, sem það hlutverk höfum að vinna að verkefnum leikhússins, hvort sem það er í því formi að ákvarða eða framkvæma, óskum einskis fremur en að starf vort megi takast á þann veg, að þér, háttvirtu gestir, verðið hér svo

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.