Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 40

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 40
40 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is „Ég get ekki verið annað en sáttur með árið. Ég verð að viðurkenna að það kom mér svolítið á óvart hversu vel mér gekk því ég æfði nánast ekkert síðasta vetur. Ég snerti ekki kylfu fyrr en í mars sökum þess að ég var að byggja hús myrkranna á milli fyrir fjöl- skylduna. Þegar ég hugsa til baka þá var þetta e.t.v. einmitt það sem ég þurfti því ég er búinn að vera stanslaust í golfi frá árinu 1995. Þetta var kærkomið frí,“ segir Hlynur sem telur sig hafa farið á taugum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn á Kiðjabergs- velli, eina titilinn sem Hlyni vantar í safnið. „Ég fann það strax í upphafi leiktíðar að ég var að leika vel og fékk strax mikið sjálfstraust. Ég var ekki langt frá Íslandsmeistaratitlinum en ég fór hreinlega á taugum á seinni níu holunum á lokahringnum í Kiðjabergi. Ég hef aldrei áður verið almennilega í bar- áttunni um titilinn og þessi reynsla mun vafalaust hjálpa mér í framtíðinni. Ég hef nægan tíma til að ná þessum titli.“ Ber virðingu fyrir stigameistaratitlinum „Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir stigameist- aratitlinum og ég held að flestir kylfingar sem taka þátt á þessari mótaröð geri það einnig,“ segir Hlynur þegar hann er spurður út í þýðingu þess að verða stigameistari. Hann hlaut alls 6131,88 stig og fékk einnig Júlíusarbikarinn fyrir lægsta meðalskorið á mótaröðinni en hann lék á 71,31 höggi að meðaltali á mótaröðinni í sumar. „Stigameistaratitillinn er kannski ekki stærsti titilinn á árinu en þetta sýnir hvaða kylfingur hefur leikið best á tímabilinu. Mér þótti vænt um að hljóta Júlí- usarbikarinn því sú verðlaun undirstrika hversu vel ég lék í sumar og þetta er líklega mitt besta tímabil á ferlinum,“ segir Hlynur en hvernig ætlar hann að haga þátttöku sinni á mótaröðinni á næstu leiktíð? „Ég efast um að ég muni taka þátt í öllum mótum á næsta ári en ég get lofað því að ég verð í toppformi í kringum Íslandsmótið í höggleik. Ég ætla að vera duglegur að æfa í vetur og komast í betra líkamlegt form,“ segir Hlynur sem varð aldrei neðar en í sjötta sæti á mótaröðinni síðastliðið sumar. Framtíð íslensks golfs gríðarlega björt „Eimskipsmótaröðin var nokkuð góð í ár og það er mikil gróska í unglingastarfinu. Það er greinilegt að æfingaaðstaðan í Básum og Hrunakoti er að skila nýrri kynslóð kylfinga sem eiga eftir að verða gríð- arlega sterkir á næstu árum. Það eru kylfingar líkt og Rúnar Arnórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem eru virkilega efnilegir og gætu orðið næstu stjörnur Íslands. Framtíð íslensks golfs er gríðarlega björt og það er hreinlega ótrúlegt hvað það er mikið af hæfileikaríkum kylfingum á Íslandi,“ segir Hlynur þegar hann er beðinn um að meta mótaröðina í ár. Hann telur mjög jákvæða þróun ef hringjum í stigamótunum verður fjölgað í þrjá eins og gerð var tilraun með í sumar. „Það var mjög ánægjulegt að sjá GSÍ taka þetta skref að fjölga hringjum í stigamótum úr tveimur í þrjá og þetta er það fyrirkomulag sem ég vil sjá í framtíð- inni. Ég hef verið á þessari skoðun í mörg ár og svo heppilega vildi til að ég vann mótið á Urriðavelli þar sem þetta fyrirkomulag var prófað. Ég tel að það yrði mótaröðinni til góðs ef að við værum alltaf með þrjá hringi og svo niðurskurð eftir tvo hringi. Þetta eru ekki það mörg mót að það sé ekki hægt að hefja leik á föstudegi. Þegar ég var í boltanum í gamla daga þá tók ég 20 daga í frí yfir sumarið og kylfingar ættu að geta gert það sama.“ Hlynur er ánægður með þá umgjörð sem er í kring- um mótaröðina þó alltaf megi gera betur. „Ég tel að efla þurfi umfjöllun um mótaröðina í fjölmiðlum. Þetta er næstfjölmennasta íþrótt landsins og GSÍ verður að finna leið til þess að auka umfjöllun um golf. Einnig þarf að vanda betur til verka við val á mótsstöðum og hafa gæði valla í forgrunni.“ Fór á taugum í Kiðjabergi Árið var afar viðburðarríkt hjá Selfyssingnum Hlyni Geir Hjartarsyni úr Keili. Hann varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni eftir harða baráttu við Sigmund Einar Másson úr GKG og er þetta í annað sinn sem Hlynur nær þessum titli. Hlynur náði sínum fimmta sigri á ferlinum þegar hann lék best allra á Canon mótinu á Urriðavelli í lok júní. Að auki var hann í sigurliði landsbyggðarinnar í KPMG-bikarnum og var burðarás í íslenska landsliðinu sem náði sínum besta árangri frá upphafi þegar liðið lenti í 19. sæti á Heimsmeistaramótinu í Argentínu. Það voru líka sigrar í einkalífinu því Hlynur og Gunnhildur Hjaltadóttur kona hans, eignuðust sitt þriðja barn í október. Golf á Íslandi fór yfir árið með Hlyni sem hann telur sitt besta á ferlinum. G O L F Hlynur Geir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.