Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 62

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 62
62 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is P G A golfkennsla Sjónvarpsstöðin ÍNN sýndi í sumar þættina Golf fyrir alla með þeim Brynjari Geirssyni og Ólafi Má Sigurðs- syni. Þættirnir nutu mikilla vinsælda á stöðinni en þar kenndu Brynjar og Ólafur Már, golfkennarar hjá Pro Golf, áhorfendum réttu handtökin við golfíþrótt- ina. Pro Golf og ÍNN munu nú í framhaldi af þessum þáttum gefa út DVD disk í byrjun desember sem ber nafnið Golf fyrir alla. Um er að ræða tvöfaldan DVD disk með 8 klukkustunda efni þar sem farið er yfir alla helstu þætti golfleiksins. Á fyrri disknum er farið yfir grunnatriðin í púttum, vippum og sveiflunni auk þess sem farið er yfir upphitun, glompuhögg og mis- munandi högg í kringum flatir. Á seinni disknum eru spilaðar 18 holur með mismunandi kylfingum og farið yfir leikskipulag, kylfuval og högg úr mismunandi aðstæðum. Diskurinn er ætlaður byrjendum sem og lengra komnum. „Okkur Brynjari hafði alltaf langað til að framleiða golfkennsluþætti og þegar okkur bauðst samstarf með ÍNN fóru hjólin að snúast. Markmiðið hjá okkur var að vinna að útbreiðslu golfíþróttarinnar og kenna sem flestum golf á einfaldan en markvissan hátt. Síð- astliðið vor og sumar tókum við upp fjöldann allan af þáttum með skemmtilegu fólki og þættirnir voru svo sýndir á ÍNN,“ segir Ólafur Már Sigurðsson. Mikið áhorf á þættina Það má segja að Golf fyrir alla hafi slegið í gegn á ÍNN enda fengu þættirnir mikið áhorf. „Áhorfið á þættina kom skemmtilega á óvart og einnig hversu mikið er horft almennt á sjónvarpsstöð- ina ÍNN. Síðustu vikuna í október á þessu ári horfðu t.d. yfir 32% eitthvað á útsendingar stöðvarinnar samkvæmt niðurstöðum Capacent. Það var líka ánægjulegt að við hjá Pro Golf höfum fengið mikið af símtölum frá fólki sem hafði aldrei áður snert golf- kylfu en hafði verulega gaman af þessum þáttum og vildi panta hjá okkur kennslu og byrja að æfa golf. 8 klukkustundir af kennsluefni DVD diskurinn er tvöfaldur og inniheldur 8 klukkustundir af kennsluefni. Fyrri diskurinn er almenn kennsla og seinni diskurinn spilkennsla. Hvað varð til þess að þið ákváðuð að setja þetta á DVD? „Þegar líða tók á sumarið fórum við að fá töluvert af fyrirspurnum um hvernig fólk gæti nálgast þættina og það kveikti í okkur að framleiða DVD disk með öllu efninu sem við áttum. Við klipptum þetta saman og settum á tvo diska. Fyrri diskurinn er almenn kennsla þar sem farið er yfir helstu þætti leiksins en á seinni disknum spilum við allar 18 holurnar í Borgarnesi með mismunandi kylfingum. Á þessum 18 holum lenti fólk í alls kyns vandræðum og við kenndum högg úr mis- munandi aðstæðum ásamt því að fara í gegnum leik- skipulag og kylfuval,“ segir Ólafur Már Sigurðsson. Pro Golf og ÍNN gefa út golfkennsludisk © 20 10 O tic on In c. A ll Ri gh ts R es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Komdu út úr skelinni... ...og njóttu þess að heyra með Agil heyrnartækjum Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki draga þig í hlé vegna heyrnarskerðingar. Komdu út úr skelinni og njóttu þess að heyra eins vel og mögulegt er með Agil heyrnartækjum. „Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma er lítið kraftaverk - ég heyri aftur söng fuglanna“ Bubbi Morthens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.