Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 30

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 30
30 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Lokahóf Golfsambands Íslands fór fram um miðjan september í húsakynnum Ýmis í Skógarhlíðinni að viðstöddu fjölmenni. Þar voru veitt verðlaun til þeirra kylfinga sem sköruðu framúr á mótaröðum GSÍ í ár. Einnig voru valdir efnilegustu kylfingarnir og Júlíusarbikarinn afhentur. Hlynur Geir Hjartarson úr Keili hlaut Júlíusarbik- arinn í ár en hann er veittur þeim kylfingi sem er með lægsta stigaskor á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili. Hlynur var að verðlaununum kom- inn enda lék hann mjög gott og stöðugt golf í sumar og varð að lokum stigameistari. Hann var með 71,73 högg að meðaltali á hring í sumar. Þetta er annað árið í röð sem kylfingur úr Keili hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun en á síðasta ári var það Björgvin Sigurbergs- son sem hreppti Júlíusarbikarinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Rúnar Arnórsson, bæði úr Keili, voru valin efnilegustu kylfingarnir árið 2010 og voru vel að nafnbótinni komin. Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki ásamt því að verða stigameistari. Rúnar varð Íslandsmeist- ari í holukeppni í piltaflokki, varð annar í Íslandsmóti unglinga í höggleik og varð stigameistari í piltaflokki. Auk þess að verðlauna alla kylfinga sem urðu í efstu þremur sætunum í sínum stigaflokkum var tilkynnt að GR hefði verið stigahæsti klúbburinn í karla- og kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Hjá ungling- unum var Keilir stigahæsti golfklúbburinn. Stigalisti Eimskipsmótaraðarinnar: Karlaflokkur: 1. Hlynur Geir Hjartarson GK 6131,88 2. Sigmundur Einar Másson GKG 5634,38 3. Kristján Þór Einarsson GKJ 4905,00 Kvennaflokkur: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir GL 7282.50 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 5885.00 3. Signý Arnórsdóttir GK 4382.50 Stigalistar í öllum flokkum eru á næstu síðu. Júlíusarbikarinn: Hlynur Geir Hjartarson, GK 71,31 meðaltalsskor KPMG bikarinn: Meistaraflokkur: Úrvalslið Landsbyggðarinnar Eldri kylfingar: Úrvalslið Höfuðborgarinnar Efnilegustu kylfingarnir 2010: Rúnar Arnórsson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdótt- ir, GK GOLFÁRIÐ 2010 stigakeppni mótaraðanna Stigameistarar 2010 - Áskorendamótaröð Arion banka: Strákar 14 ára og yngri: 1. Henning Darri Þórðarson GK 6513,75 2. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 6120,00 3. Arnór Tumi Finnsson GB 3435,00 Stelpur 14 ára og yngri: 1. Harpa Líf Bjarkadóttir GK 6345,00 2. Eva Karen Björnsdóttir GR 5790,00 3. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 5557,50 Drengir 15-16 ára: 1. Þorkell Már Einarsson GB 4777,50 2. Eggert Rafn Sighvatsson NK 3000,00 3. Atli Marcher Pálsson GSG 2730,00 Hlynur fékk Júlíusarbikarinn Úrvalslið Landsbyggðarinnar vann KPMG bikarinn. Úrvalslið Höfuðborgarinnar vann KPMG bikarinn hjá eldri kylfingum. Þrír efstu í piltaflokki með Kristínu Magnúsdóttur og Jóni Ásgeiri Eyjólfssyni frá GSÍ. Rúnar Arnórsson og Guðrún Brá Björgvins- dóttir, efnilegust. Karen Guðnadóttir og Rúnar stigameistarar í elsta flokki unglinga. Hlynur með Júlí- usarbikarinn og Ber- steinn Hjörleifsson, formaður GK.

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.