Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 90
90 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Aðalfundur Landssamtaka eldri kylfinga (LEK) var
haldinn sunnudaginn 28. nóvember kl. 14:30 í golf-
skála Keilis í Hafnarfirði. Um 30 manns mættu og var
mikið rætt um reglugerðir sem stjórnin lagði fram
um viðmiðunarmót o.fl.
Formaður LEK, Henrý Þór Grans, var endurkjörinn
en þrír úr stjórninni gáfu ekki kost á sér og í þeirra
stað voru kjörnir, Helgi Hólm, Jón H. Karlsson og Mar-
grét Geirsdóttir. Aðrir í stjórn eru Sveinn Sveinsson,
Jóhann P. Andersen og Rósa Margrét Sigursteins-
dóttir.
Í ársreikningi fyrir árið 2010 kemur í ljós að hagnaður
félagsins í ár er 1.229.875 krónur og stendur félagið
nokkuð vel. Haldbært fé í lok árs er 3.495.860 kr.
Hagnaður á milli ára jókst um 450 þúsund krónur.
Í grófri rekstraráætlun fyrir næsta ár má búast við að
reksturinn verði með svipuðu sniði og er gert ráð fyrir
um 325 þúsund króna hagnaði.
Meðlimir samtakanna eru nú 5.886 en allir kylfingar
sem skráðir eru í golfklúbba á Íslandi, þ.e. karlar 55 ára
og eldri og konur 50 ára og eldri verða sjálfkrafa með-
limir og hafa rétt til þátttöku í mótum á vegum LEK.
Þeir sem vilja styrkja starfsemina geta gerst styrkt-
arfélagar með því að greiða heimsendan gíróseðil eða
skrá sig á vefsíðu LEK, www.lek.is.
Að venju flutti formaður skýrslu stjórnar, auk þess
sem kynntur var ársreikningur fyrir nýliðið starfsár,
ásamt drögum að rekstraráætlun næsta árs. Einnig
var samþykkt tillaga frá stjórn LEK um frjáls styrkt-
arfélagsgjöld. Kynntar voru reglugerðir viðmið-
unarmóta næsta árs og reglugerðir fyrir Golfgleði og
MP Bankamótið sem haldin verða árlega.
Lek-mótin vel sótt
Starfsemi samtakanna var fjölbreytt á árinu, haldin
voru 10 viðmiðunarmót fyrir eldri kylfinga sem voru
að keppa um sæti í landsliðum LEK. Fjögur landslið,
L E K fréttir
alls skipuð 23 þátttakendum fóru til keppni, tvö karla-
lið 55+ til Belgíu, eitt karlalið 70+ til Hollands og eitt
kvennalið 50+ til Portúgal.
Golfdagurinn var haldinn í fyrsta sinn, að þessu sinni
í júní á æfingasvæði Keilis í Hafnarfirði, tókst hann vel
en þátttaka hefði mátt vera meiri og vonast er til að
næsta ár verði hann enn veglegri.
Golfgleðin var haldin að venju með mikilli þátttöku
eldri kylfinga sem spiluðu í parakeppni og að loknum
leik var haldinn afmæliskvöldverður með skemmti-
dagskrá og verðlaunaafhendingu.
Viðmiðunarmót fyrir Evrópulandslið 2011 eru þegar
hafin og verður fram haldið næsta vor. Eru eldri kylf-
ingar hvattir til þátttöku í mótunum þó svo þeir ætli
sér ekki að keppa um landsliðssæti.
Íslandsmót eldri kylfinga var haldið á vegum GSÍ dag-
ana 5.-7. ágúst á Grafarholtsvelli. Keppt var í fjórum
flokkum: Karlar 55+ og 70+ og konur 50+ og 65+.
Veitt voru þrenn verðlaun í hverjum flokki með og án
forgjafar.
Samstarf við MP banka
MP banki og LEK hafa gert samkomulag um samstarf
til a.m.k. þriggja ára. Markmið samstarfsins er að efla
starfsemi LEK og hvetja kylfinga til að njóta góðrar
hreyfingar og úrvals félagsskapar með félögum
sínum í LEK. MP banki mun veita árlega LEK styrk
og veita fyrstu verðlaun í öllum flokkum viðmið-
unarmóta auk þess að taka þátt í öðrum verkefnum
LEK eins og LEK-deginum. Síðast en ekki síst verður
haldið glæsilegt opið mót MP banka fyrir alla félags-
menn LEK sumarið 2011.
„Við erum afar ánægð að vinna með LEK því golfið
sameinar allt það besta sem lífið býður upp á, útivist
í íslenskri náttúru, holla hreyfingu og ánægjulegar
samverustundir með vinum og fjölskyldu. Vonumst til
að sjá sem flesta á viðburðum LEK á næstu árum og
njóta þess sem félagið býður upp á. Stjórnin vinnur
mikið og gott starf í þágu félagsins og við hlökkum til
að hefja undirbúning opna mótsins næsta sumar. “
segir Kolbrún S. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Sölu- og
markaðssviðs MP banka.
„Við erum verulega ánægð með samstarfssamning-
inn sem við höfum gert við MP banka og hvetjum alla
félaga okkar til þess að kynna sér þjónustu bankans á
heimasíðu hans www.mp.is. Samstarfið mun styrkja
og efla starf LEK og gera okkur auðveldara að ná til
breiðari hóps kylfinga, bæði með MP bankamótinu,
sem áformað er að halda seinni hluta júnímánaðar
2011, og ekki síður með LEK deginum sem hald-
inn verður í byrjun næsta sumars 2011 en þar mun
MP banki leggja myndarlega hönd á plóginn,“ segir
Jóhann Pétur Andersen sem er tengiliður stjórnar LEK
við MP banka vegna samstarfsins.“
Edda Svavarsdóttir
Um 6000 félagar í LEK
Aðalfundur Landssamtaka eldri kylfinga, LEK:
Starfsemi LEK var
í miklum blóma á
þessu ári.