Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 46

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 46
46 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Kylfingurinn högglangi, Örvar Samúelsson frá Akur- eyri, átti líklega endasprett ársins í íslensku golfi. Hann fékk sex fugla í röð á þriðja hring í Íslands- mótinu á Kiðjabergsvelli og jafnaði vallarmetið er hann lék á 68 höggum. Hann gat þó minna leikið á Eimskipsmótaröðinni í ár en hann hafði ætlað sér og voru það meiðsli í baki sem voru að hrjá kylfinginn. Hann varð einnig klúbbmeistari GA og er nokkuð ánægður með sumarið. Hver voru helstu markmiðin þín í sumar og náðir þú þeim? Helstu markmiðin voru að vinna meistaramótið, að enda í topp-10 í Íslandsmótinu og ná þátttökurétti í Íslandsmótið í holukeppni sem ég gerði en þurfti að hætta við keppni sökum meiðsla. Ég stefndi að því að ná topp-10 á stigalistanum en sökum stöðugra meiðsla í baki gat ég hvorki æft né keppt jafn mikið og ég vildi. Ég er engu að síður ánægður með árang- urinn í sumar. Hver var hápunktur sumarsins og hver voru mestu vonbrigðin? Hápunkturinn var klárlega þriðji hringurinn í Íslands- mótinu í Kiðjabergi þegar ég fékk sex fugla í röð og jafnaði vallarmetið á 68 höggum. Mestu vonbrigðin voru sú að bakið á mér var með leiðindi allt sumarið. Í hvaða þætti golfsins hefur þú mest bætt þig í á þessu tímabili? Ætli það sé ekki svona sitt lítið af hvoru. Ég er orðinn aðeins öruggari í öllu, beinni á drævernum, pitchin nokkuð góð og geri minna af stórum mistökum. Pútterinn er ennþá langt frá því að vera nógu góður og eitthvað sem ég þarf að vinna í. GOLFÁRIÐ 2010 spurt og svarað Örvar Samúelsson GA Drævin styttri en beinni Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart í sumar? Þótt það sé skrýtið en þá var það Birgir Leifur. Ég bjóst ekki við honum svona sterkum eftir að hafa glímt við svona erfið meiðsli. Hver finnst þér skemmtilegasti golffélaginn á mótaröðinni og af hverju? Spilaði þrjá hringi á Fitness-sportmótinu með Rafni Stefáni Rafnssyni og skemmti mér mjög vel. Alltaf hægt að spjalla við hann og grínast um léleg högg og svo framvegis. Hvaða golfholur eru í uppáhaldi á mótaröðinni? 15. holan á Kiðjabergsvelli. Voru drævin betri eða verri? Er lengdin alltaf að aukast? Drævin voru mun betri. Beinni en aðeins styttri sem er mjög jákvætt. Maður á að sjálfsögðu til að verða svolítið pirraður og taka nokkrar bombur en ég reyni að hafa það í lágmarki. Lengdin er voðalega mismun- andi fer bara eiginlega eftir því í hvernig skapi maður er. Hvað var það skrýtnasta sem þú upplifðir eða varst vitni að á golfvellinum í sumar? Það skrýtnasta sem ég upplifði var þegar ég kom inn í klúbbhús eftir þriðja hringinn í Íslandsmótinu og sá sex fugla í röð á skorkortinu mínu. Félagi minn hafði skrifað á vegginn hjá mér á Facebook eftir fyrsta hring og skotið á mig hvers vegna ég væri svona lélegur og ekki fengið fimm fugla í röð. Örvar á 30 sekúndum: Klúbbur: Golfklúbbur Akureyrar Aldur: 19 ára Forgjöf: 0,3 Leyndur hæfileiki: Ætli það séu ekki tölvuleikirnir Besti hringur: 67 högg - Arnarholtsvöll- ur, 1. ágúst 2009 Hola í höggi: Ekki orðinn það heppinn ennþá Uppáhalds kylfingur: Tiger Woods Draumaráshópurinn: Tiger Woods, John Daly og Bubba Watson Uppáhalds kylfa: 58 gráðu fleygjárnið Arnar Snær Hákonarson úr GR hóf keppnistímabilið á Eimskips- mótaröðinni af miklum krafti og varð í þriðja sæti í Vestmanna- eyjum og í öðru sæti á Urriðavelli. Hann setti sér það markmið að vinna mót á mótaröðinni í sum- ar en það gekk ekki eftir. Arnar Snær var hins vegar í sigursveit GR í sveitakeppninni og lenti svo í öðru sæti með GR í Evrópumóti golfklúbba sem fram fór í haust í Portúgal. Hann telur sig helst þurfa að bæta líkamlegu hliðina fyrir næsta keppnistímabil. Hver voru helstu markmiðin þín í sumar og náðir þú þeim? Var með mörg markmið fyrir sum- arið, þar á meðal að vinna stigamót sem ég náði ekki. Einu markmið- in sem ég náði var að komast í undanúrslit í holukeppninni og að vinna sveitakeppnina með GR. Hver var hápunktur sumarsins og hver voru mestu vonbrigðin? Hápunktur sumarsins var klárlega sveitakeppnin. Mestu vonbrigðin voru Íslandsmótið á Kiðjabergi, einnig mótin á Leirdalsvelli og á Hellu. Í hvaða þætti golfsins hefur þú mest bætt þig í á þessu tímabili? Ég hef að mínu mati staðnað í flest öllu nema kannski púttum. Hef verið að fara aftur hvað varðar slátt og tækni. Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart í sumar? Það kom mér eiginlega eng- inn á óvart í sumar. Guðmundur Ágúst kæmi til greina en hann er einfaldlega orðinn það góður að hann var að leika samkvæmt getu. Það var einnig gaman að sjá Harald Franklín Magnús sigra á Hellu. Hvað þarft þú helst að bæta fyrir næsta keppnistímabil? Ég þarf helst að bæta mig lík- amlega. Einnig þarf ég að bæta stutta spilið, andlega þáttinn, tækni og löngu höggin. Hvað var það skrýtnasta sem þú upplifðir eða varðst vitni að á golf- vellinum í sumar? Spila í Eyjum i öskunni og að sjá hvað sumir refsa völlunum á mótaröðinni. Alveg hrikalegt að horfa á þetta. Arnar á 30 sekúndum:Klúbbur: GR Aldur: 20 Forgjöf: 0 Leyndur hæfileiki: Rosalegur í borðtennisBesti hringur: 67 (-4)Hola í höggi: 1 Uppáhalds kylfingur: Payne Stewart.Draumaráshópurinn: Cassius Marcellus Clay, Michael Jordan, Ben HoganUppáhalds kylfa: 8-járn Arnar Snær Hákonarson GR Sveitakeppnin hápunktur sumarsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.