Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 72
72 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Í golfpokanum:
Dræver : Ping
Brautartré: Ram ( Frammarinn)
Járn : Palmer
Wedge: Ping
Golfbolti: Nike eða hvað sem er
G O L F hraðaspurningar
20 Falinn hæfileiki:
Setja upp leiksýningar
Einkunnarorð lífs þíns:
Hafa gaman að þessu og reyna að vera bestur í leiðinni
Væri til í að vera:
Þó nokkuð betri í golfi
Hjátrú í golfi:
Ekkert svoleiðis , en finnst þó alveg glatað að byrja illa
Þarf að bæta mig í:
Leikskipulagi og stutta spilinu
Uppáhalds kylfingur:
John Daly og Tigerinn er að gera fína hluti upp á síðkastið
Uppáhalds golfvöllur:
Leiran
Högg sem mér finnst skemmtilegt að æfa:
Drive
Draumahollið mitt:
Byrjum á að fá Tiger, til að fá alvöru sveiflu í þetta.
Væri alveg til í að hafa Jordan með og til að loka
hollinu yrði að vera einn meðlimur „Níunnar“
Flatarmerkið mitt:
Tíkall eða merki með Boston Celtics
Uppáhalds íþróttamaður:
Larry Bird
Tónlistin á IPODinum mínum:
Allskonar skemmtilegt, en þó mest Hjálmar
Uppáhalds kylfan mín:
7 járnið mitt, virðist alltaf virka
Aldur þegar „breikaði“ fyrst 100:
Byrjaði í golfi 35ára, var eitthvað eftir það
Hræddastur við:
Slæsið mitt
Lægsti 18 holu hringurinn minn:
83 högg í Leirunni
Uppáhalds matur:
Nautasteik ( elduð af alúð)
Uppáhalds bíómynd:
300
Besta golfráðið:
Hugsa bara um næsta högg , ekki síðasta högg.
Sætasta golfstundin:
Finnst alltaf skemmtilegast þegar
ég er að rúlla upp meðlimum „Níunnar“
spurningar
Sigurður Þ. Ingimundarson, körfuknattleiksþjálfari og kylfingur
Sigurður Ingimundarson, grunnskólakennari og körfu-
knattleiksþjálfari hefur handleikið körfuboltann með
góðum árangri, fyrst sem sigursæll leikmaður og síðan á
annan áratug sem þjálfari. Hann þjálfaði hin sigursælu
kvenna- og karlalið Keflavíkur og gerði þau að Íslands-
meisturum mörgum sinnum. Sigurður hefur einnig þjálf-
að kvennalið Íslands og er núverandi landsliðsþjálfari
karlaliðs Íslands. Hann kynntist golfíþróttinni fyrir nokkr-
um árum og náði fljótt góðum tökum á henni.