Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 48

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 48
48 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is GOLFÁRIÐ 2010 spurt og svarað Miklu var búist við af Axel Bóassyni í ár enda hafði hann skipað sér í hóp bestu kylfinga landsins. Hans besti árangur í sumar var í Fitness Sport mótinu á Leirdalsvelli þar sem hann varð í þriðja sæti. Axel setti einnig vallarmet á Leirdalsvelli þegar hann lék völlinn á 66 höggum og jafnaði vallarmetið á Urr- iðavelli þegar hann lék á 65 höggum í Canon mótinu. Axel hélt í haust til Bandaríkjanna þar sem hann leikur golf með Mississippi State háskólanum. Hann segist vera búinn að læra margt nýtt af veru sinni í Bandaríkjunum. Hver voru helstu markmiðin þín í sumar og náðir þú þeim? Markmiðin mín síðasta sumar voru nokkuð háleit. Ég og Björgvin (Sigurbergsson) ræddum saman og ég setti mér það markmið að vinna Íslandsmeistaratitil, vinna nokkur mót og vera í toppbaráttunni. Einnig ætlaði ég mér að komast í EM eða HM liðið. Ég var líka með forgjafarmarkmið um að lækka hana niður í -1,5. Ég náði að lækka forgjöfina og var svo sem að skora ágætlega síðasta sumar. Ég komst í EM liðið en vann engan titil né var í toppbaráttunni. Hver var hápunktur sumarsins og hver voru mestu vonbrigðin? Hápunkturinn hjá mér var Evrópumótið í Svíþjóð. Ég spilaði ágætis golf og spilaði vel í holukeppninni en því miður náðum við ekki þeim markmiðum sem við settum okkur. Mestu vonbrigðin var Íslandsmótið á Kiðjabergsvelli þar sem ég var hrikalega slakur. Ég var með miklar væntingar en náði engan veginn að skora af neinu viti. Hvernig hefur vera þín í Bandaríkjunum verið og hvernig hefur gengið í háskólagolfinu? Það er mikið af nýjum hlutum sem ég hef þurft að aðlagast. Ég hef verið að læra margt nýtt í golfinu af strákunum í liðinu, þjálfaranum og öllu fólkinu sem kemur að golfinu hérna úti. Svo lærir maður eitthvað í skólanum líka. Mér líkar þetta en hef ekki verið að skora nógu vel í mótum. Það þarf að taka inn í mynd- ina að ég er að spila á allt öðruvísi grasi en ég er vanur og hef átt í miklu basli í kringum flatirnar. Ég er einnig að gera ýmsar breytingar í púttunum og í sveiflunni. Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart í sumar? Guðmundur Ágúst var klárlega kylfingurinn sem kom mest á óvart í sumar. Hann er frábær í stutta spilinu og slær boltann hrikalega vel. Hann er að mínu mati orðinn einn af okkar bestu kylfingum. Hver finnst þér skemmtilegasti golffélaginn á mótaröðinni og af hverju? Það er erfitt að velja á milli, allt topp náungar á þess- ari mótaröð en ég hef alltaf haft mjög gaman af því að leika með Andra Má Óskarssyni. Hverjar eru auðveldastu og erfiðustu golfholurnar á mótaröðinni? Það eru margar erfiðar holur á mótaröðinni en mér fannst 9. og 13. holan í Kiðjabergi vera frekar erfiðar í sumar og mér gekk illa að skora þessar holur. Bergvík- Axel Bóasson GK Búinn að læra margt nýtt Axel á 30 sekúndum:Klúbbur: Keilir Aldur: 20 Forgjöf: -1,5 Leyndur hæfileiki: Ég get borðað hrikaleg hratt og mikið.Besti hringur: -6 á UrriðavelliHola í höggi: ÞrisvarUppáhalds kylfingur: Tinna Jóhannsdóttir og Rory MclloryDraumaráshópurinn: John Daly, Tiger Woods, Rory MclloryUppáhalds kylfa: 60° fleygjárn in er alltaf erfið og einnig þriðja holan á Urriðavelli. Auðveldustu holurnar eru 4. holan í Kiðjabergi og 5. holan á Urriðavelli. Hvað á það til að fara mest í taugarnar á þér þegar þú leikur golf? Hæg spilamennska, það er ekkert jafn leiðinlegt. Tryggvi á 30 sek: Klúbbur: GR Aldur: 35 Forgjöf: 1,3 Leyndur hæfileiki: Öruggt göngulag á golfvellinum Besti hringur: 68 högg á hvítum í Grafarholti Hola í höggi: Tvisvar, í bæði skiptin á 2. holu í Grafarholti. Uppáhalds kylfingur: Tiger Woods Draumaráshópurinn: Tiger Woods, Obama og Seve Ballesteros Uppáhalds kylfa: Pútterinn minn, Ping Anser Reedwood Gaman að vera valinn aftur í sveitakeppnina Tryggvi Pétursson GR Það gekk ágætlega hjá Tryggva Péturssyni úr GR á golfvellinum í sumar og var fæðing dóttur hans hápunktur sumarsins að hans mati. Tryggvi var valinn aftur í sveit GR fyrir sveitakeppnina eftir sex ára hlé en sveitin stóð uppi sem sigurveg- ari þegar leikið var á Hvaleyrarvelli. Tryggvi var þar með í sigurliði í sjötta sinn í sveitakeppninni. Þessi 35 ára kylfingur varð í 14. sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar og lék með liði Höf- uðborgarinnar í KPMG-bikarnum. Hver voru helstu markmiðin þín í sumar og náðir þú þeim? Ég byrjaði að æfa síðasta vetur undir leiðsögn Brynjars Geirssonar hjá GR. Markmiðið mitt var að leika hringi undir pari og að koma mér í stöðu til að vinna mót. Ég náði þremur hringjum undir pari en náði ekki að koma mér í stöðu til að vinna mót. Hver var hápunktur sumarsins og hver voru mestu vonbrigðin? Fæðing dóttur minnar þann 9. júlí var hápunktur sumarsins, þriðja barn okkar Kristínar. Íslandsmótið í Kiðjabergi voru mestu vonbrigðin. Hvaða mót var skemmtilegast í sumar? Sveitakeppnin í Keili. Gaman að vera valinn aftur í sveit GR eftir 6 ára hlé. Völlurinn var alveg frábær, sá besti á mótaröðinni í sumar. Sigurinn líka góður. Hverjar eru auðveldastu og erfiðustu golfholurnar á mótaröðinni? Auðveldasta holan er 10. á Hellu. Þessi stutta par- 4 hola er í raun leikin eins og löng par-3 og parið er í raun tapað högg. Sú erfiðasta er 15. holan á Kiðjabergsvelli (Myndin af Trygga er þaðan). Það er löng hola með þröngt lendingasvæði af teig. Annað höggið oftast slegið úr miklum upphalla og erfitt að finna flötina. Hvað þarft þú helst að bæta fyrir næsta keppnis- tímabil? Teighöggin voru helst að stríða mér í sumar. Það hljómar kannski undarlega en það sem verður áherslan hjá mér í vetur er leikurinn frá teig að flöt. Hvað var það skrýtnasta sem þú upplifðir eða varst vitni að á golfvellinum í sumar? Flottasta högg sumarsins var í sveitakeppninni á fjórðu holu Keili. Flaggið var aftarlega hægra megin og ég var búinn að slá inn á flöt, 4-5 metra frá holu. Mótspilari minn, Örlygur Helgi Grímsson úr GV, sló beint í holu án þess að snerta flötina, það söng í stönginni.

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.