Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 6

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 6
6 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is V e rs la ni r 6 6 °N O R Ð U R | w w w .6 6 no rt h. is | S ím i: 5 3 5 6 6 0 0 | | V ír v in nu fa ta ve rs lu n | w w w .fa ce bo ok .c om /v ir 66°NORÐUR húfa 1.470 kr. Arnarhóll jakki 24.800 kr. Carhartt skyrta 14.200 kr. Dickies skór 15.800 kr. Leiðtogar F O R S E TA P I S T I L L Jón Ásgeir Eyjólfsson Nýverið var haldinn formannafundur GSÍ. Golfþing er haldið annað hvert ár en formannafundur hitt árið. Á þennan fund koma formenn og aðr- ir forsvarsmenn golfklúbba landsins. Á eftir hefðbundnum liðum svo sem skýrslu stjórnar, reikningum og fjárhagsáætlun eru rædd þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Á þessum fundi var mér hugsað til þeirra sem stjórna klúbbunum. Þetta eru leiðtogarnir sem bera hita og þunga starfsins og eru ábyrgir fyrir því að allt gangi eins vel fyrir sig og unnt er. Val á slíkum leiðtogum er því mikilvægt bæði klúbbunum og allri golfhreyfingunni. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því að allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu. Því ber að þakka þau miklu störf sem þessir aðilar inna af hendi. Raunar ber að þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir það óeigingjarna starf sem unnið er í golfklúbbunum. Golftímabilinu 2010 er lokið. Við lok þess lítum við til baka og getum ekki verið annað en ánægð með sumarið. Gott veðurfar var í flestum landshlut- um og líklega hafa sjaldan eða aldrei verið leiknir fleiri golfhringir hér á landi á einu sumri. Margar góðar minningar sitja eftir og mörg markmið náðust hjá mörgum. Hjá afreksfólkinu okkar er minnisstæður árangur karlaliðs- ins í heimsmeistarakeppni áhugamanna í Argentínu. Að hafna í 19. sæti af 69 þjóðum er glæsilegur árangur og er jafnframt sá besti sem við höfum náð fram að þessu. Margar þekktar golfþjóðir lentu fyrir neðan okkur og vakti árangur okkar eftirtekt ytra. Framundan er stórhátíð jólanna og kylfingar hvílast um stund. En um leið og daginn fer að lengja aftur leitar hugurinn aftur af stað til undirbúnings fyrir nýtt tímabil með enn frekari áskorunum og markmiðum. Þannig er þetta bara, enda eru kylfingar stórmerkilegt fólk. Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti G.S.Í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.