Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 16
16 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
G O L F fréttir
Á fimmta tug fjölmiðlamanna var boðið í
golf til Íslands í sumar. Þeir voru ánægðir
og hissa með gæði golfvallanna
Golf á Íslandi fékk pláss í tugum fjölmiðla, golf-
tímarita og vefsíðna í sumar en tæplega fimmtíu
fjölmiðlamenn frá 11 löndum komu til landsins í
boði Golf Iceland samtakanna. „Fyrirspurnir um golf
á Íslandi hafa aukist mikið og aukning á sölu flat-
argjalda til útlendinga í sumar jókst um 20%,“ sagði
Magnús Oddsson, framkvæmdastjóri Golf Iceland
á félagsfundi í október en samtökin voru stofnuð í
fyrra í þeim tilgangi að vekja meiri athygli erlendra
kylfinga á golfi á Íslandi.
Stærsta verkefni Golf Iceland í sumar var að
standa að heimsókn fulltrúa erlendra fjölmiðla
og ferðaþjónustuaðila til að kynna þeim golf á Ís-
landi. Afrakstur þessarar heimsóknar hefur sést í
hinum ýmsu miðlum, mörgum golf- og ferða-
tímaritum sem og á vefsíðum. Tæplega fimmtíu
fjölmiðlamenn frá 11 löndum komu í sumar. Þá hafa
15 fulltrúar sérhæfðra söluaðila komið til Íslands í
kynnisferðir.
Að sögn Magnúsar hefur Golf Iceland eingöngu
unnið að kynningar- og markaðsstarfi en ekki beinni
sölu en samtökin gengu inn í alþjóðlegu golf- og
ferðaþjónustusamtökin IAGTO í fyrra. Það er lang
stærsti aðili sem sérhæfir sig í sölu á golfferðum í
heiminum. Golfferðir til Íslands voru til sölu hjá 10-
15 fleiri söluaðilum en á síðasta ári.
Vefsíðan www.golficeland.org var gerð til kynn-
ingar á golfi á Íslandi en hún er nú komin efst á
leitarvélar þegar leitað er eftir golfi hér á landi.
Vefurinn er tengdur mest sóttu upplýsingasíðum
erlendra ferðamanna. Í markaðsvinnu hefur verið
prentað kynningarefni og því dreift hér á landi til að
ná til ferðamanna og einnig til erlendra söluaðila.
Þá hafa verið keyptar auglýsingar í golftímaritum til
að vekja athygli á Íslandi sem golfferðastað. Einnig
hefur verið gert 7 mín. myndband sem notað hefur
verið til kynningar og má sjá á vef samtakanna.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á beina kynn-
ingu gagnvart erlendum söluaðilum með sérstakri
áherslu á Bretland, Norðurlöndin, meginland Evr-
ópu og Bandaríkin.
Magnús sagði að útlendingar spyrðu mikið um
miðnæturgolfmót á Íslandi en tvö slík eru haldin,
á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Fram kom að
talsvert var um afbókanir í vor vegna gossins í Eyja-
fjallajökli en eitthvað af þeim hefur skilað sér til
baka og veruleg aukning hefur orðið í fyrirspurn-
um.
Í Golf Iceland samtökunum eru nær allir 18 holu
vellir landsins meðlimir auk Geysis vallarins sem er
9 holu völlur en minni völlunum hefur verið boðin
aðild. Þá eru ellefu ferðaþjónustuaðilar á Íslandi
aðilar að samtökunum. Tekjur samtakanna skiptast
þannig að opinberir styrkir eru rúmlega helmingur,
fjórðungur kemur frá ferðaþjónustuaðilum og ann-
að eins frá golfklúbbnum.
Jón Gunnar Borgþórsson, forstöðumaður Ferða-
málastofu kynnti breytingar í yfirstjórn ferðamála
en sagði starf Golf Iceland vera faglegt og lofa
góðu.
Fyrirferðamikið í erlendum fjölmiðlum
Magnús Oddsson er framkvæmdastjóri Golf Iceland
samtakanna. Til hliðar má sjá hluta fundargesta á
félagsfundi samtakanna sem haldinn var í haust.
Hér má sjá hluta fjölmiðla- og ferðaþjónustuaðila sem komu til að leika golf á Íslandi í sumar.
Ísland komst í lokaúrslit í flokknum „Óþekkti golf-
áfangastaður ársins“ (Undiscovered Golf Destinaton
of the year) á stærstu golfferðasýningu heims,
IGTM (International Golf Travel Market), sem haldin
var í Valencia á Spáni nú í nóvember. Þar veittu al-
þjóðlegu samtökin IAGTO (The Global Golf Tourism
Organisation) verðlaun í nokkrum flokkum til golf-
áfangastaða um allan heim.
150 meðlimir samtaka golfblaðamanna (Golf Travel
Writers Association) taka þátt í að velja vinnings-
hafa. Ísland komst í lokaúrslit í flokknum „Óþekkti
golf-áfangastaður ársins“ en ásamt Íslandi komust
Búlgaría, Kólumbía, Mississippi, Prince Edward eyja og
Svíþjóð í úrslit. Það var svo Prince Edward eyja í Kan-
ada sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Þeir þættir
sem m.a. var miðað við í valinu voru m.a. gæði golf-
staðanna og hversu áhugaverðir þeir eru sem og við-
komandi landssvæði, þjónustustig og þjónustulund
starfsfólks og virði miðað við golfgjald og hraða leiks
á viðkomandi golfvelli.
„Það að komast á blað með þessum áfangastöðum
og svo í lokaúrslit sex áfangastaða hlýtur að vera
vísbending um að Ísland hefur að einhverju leyti náð
athygli þessara fjölmiðlamanna sem skrifa um golf-
ferðamennsku um allan heim og ekki síður ákveðin
staðfesting á að golfvellir og þjónusta hér á landi
höfðar til erlendra kylfinga sem ferðast til að spila
golf. Þá nýtist þetta okkur einnig vel til áframhaldandi
kynningar erlendis,“ sagði Magnús Oddsson frá Golf
Iceland samtökunum.
Ísland komst í lokaúrslit sem
„Óþekkti golfáfangastaður ársins“