Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 16

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 16
16 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F fréttir Á fimmta tug fjölmiðlamanna var boðið í golf til Íslands í sumar. Þeir voru ánægðir og hissa með gæði golfvallanna Golf á Íslandi fékk pláss í tugum fjölmiðla, golf- tímarita og vefsíðna í sumar en tæplega fimmtíu fjölmiðlamenn frá 11 löndum komu til landsins í boði Golf Iceland samtakanna. „Fyrirspurnir um golf á Íslandi hafa aukist mikið og aukning á sölu flat- argjalda til útlendinga í sumar jókst um 20%,“ sagði Magnús Oddsson, framkvæmdastjóri Golf Iceland á félagsfundi í október en samtökin voru stofnuð í fyrra í þeim tilgangi að vekja meiri athygli erlendra kylfinga á golfi á Íslandi. Stærsta verkefni Golf Iceland í sumar var að standa að heimsókn fulltrúa erlendra fjölmiðla og ferðaþjónustuaðila til að kynna þeim golf á Ís- landi. Afrakstur þessarar heimsóknar hefur sést í hinum ýmsu miðlum, mörgum golf- og ferða- tímaritum sem og á vefsíðum. Tæplega fimmtíu fjölmiðlamenn frá 11 löndum komu í sumar. Þá hafa 15 fulltrúar sérhæfðra söluaðila komið til Íslands í kynnisferðir. Að sögn Magnúsar hefur Golf Iceland eingöngu unnið að kynningar- og markaðsstarfi en ekki beinni sölu en samtökin gengu inn í alþjóðlegu golf- og ferðaþjónustusamtökin IAGTO í fyrra. Það er lang stærsti aðili sem sérhæfir sig í sölu á golfferðum í heiminum. Golfferðir til Íslands voru til sölu hjá 10- 15 fleiri söluaðilum en á síðasta ári. Vefsíðan www.golficeland.org var gerð til kynn- ingar á golfi á Íslandi en hún er nú komin efst á leitarvélar þegar leitað er eftir golfi hér á landi. Vefurinn er tengdur mest sóttu upplýsingasíðum erlendra ferðamanna. Í markaðsvinnu hefur verið prentað kynningarefni og því dreift hér á landi til að ná til ferðamanna og einnig til erlendra söluaðila. Þá hafa verið keyptar auglýsingar í golftímaritum til að vekja athygli á Íslandi sem golfferðastað. Einnig hefur verið gert 7 mín. myndband sem notað hefur verið til kynningar og má sjá á vef samtakanna. Sérstök áhersla hefur verið lögð á beina kynn- ingu gagnvart erlendum söluaðilum með sérstakri áherslu á Bretland, Norðurlöndin, meginland Evr- ópu og Bandaríkin. Magnús sagði að útlendingar spyrðu mikið um miðnæturgolfmót á Íslandi en tvö slík eru haldin, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Fram kom að talsvert var um afbókanir í vor vegna gossins í Eyja- fjallajökli en eitthvað af þeim hefur skilað sér til baka og veruleg aukning hefur orðið í fyrirspurn- um. Í Golf Iceland samtökunum eru nær allir 18 holu vellir landsins meðlimir auk Geysis vallarins sem er 9 holu völlur en minni völlunum hefur verið boðin aðild. Þá eru ellefu ferðaþjónustuaðilar á Íslandi aðilar að samtökunum. Tekjur samtakanna skiptast þannig að opinberir styrkir eru rúmlega helmingur, fjórðungur kemur frá ferðaþjónustuaðilum og ann- að eins frá golfklúbbnum. Jón Gunnar Borgþórsson, forstöðumaður Ferða- málastofu kynnti breytingar í yfirstjórn ferðamála en sagði starf Golf Iceland vera faglegt og lofa góðu. Fyrirferðamikið í erlendum fjölmiðlum Magnús Oddsson er framkvæmdastjóri Golf Iceland samtakanna. Til hliðar má sjá hluta fundargesta á félagsfundi samtakanna sem haldinn var í haust. Hér má sjá hluta fjölmiðla- og ferðaþjónustuaðila sem komu til að leika golf á Íslandi í sumar. Ísland komst í lokaúrslit í flokknum „Óþekkti golf- áfangastaður ársins“ (Undiscovered Golf Destinaton of the year) á stærstu golfferðasýningu heims, IGTM (International Golf Travel Market), sem haldin var í Valencia á Spáni nú í nóvember. Þar veittu al- þjóðlegu samtökin IAGTO (The Global Golf Tourism Organisation) verðlaun í nokkrum flokkum til golf- áfangastaða um allan heim. 150 meðlimir samtaka golfblaðamanna (Golf Travel Writers Association) taka þátt í að velja vinnings- hafa. Ísland komst í lokaúrslit í flokknum „Óþekkti golf-áfangastaður ársins“ en ásamt Íslandi komust Búlgaría, Kólumbía, Mississippi, Prince Edward eyja og Svíþjóð í úrslit. Það var svo Prince Edward eyja í Kan- ada sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Þeir þættir sem m.a. var miðað við í valinu voru m.a. gæði golf- staðanna og hversu áhugaverðir þeir eru sem og við- komandi landssvæði, þjónustustig og þjónustulund starfsfólks og virði miðað við golfgjald og hraða leiks á viðkomandi golfvelli. „Það að komast á blað með þessum áfangastöðum og svo í lokaúrslit sex áfangastaða hlýtur að vera vísbending um að Ísland hefur að einhverju leyti náð athygli þessara fjölmiðlamanna sem skrifa um golf- ferðamennsku um allan heim og ekki síður ákveðin staðfesting á að golfvellir og þjónusta hér á landi höfðar til erlendra kylfinga sem ferðast til að spila golf. Þá nýtist þetta okkur einnig vel til áframhaldandi kynningar erlendis,“ sagði Magnús Oddsson frá Golf Iceland samtökunum. Ísland komst í lokaúrslit sem „Óþekkti golfáfangastaður ársins“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.