Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 50

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 50
50 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Sunna Víðisdóttir úr GR er ein af efnilegustu kylfingum lands- ins og kom mörgum á óvart þegar hún sigraði á lokastigamóti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á Hellu. Hún lék vel á unglingamótaröðinni í sumar þar sem hún vann þrjú mót af fimm mótum. Sunnu hefur farið gríðarlega fram á skömmum tíma því hún hóf golfiðkun fyrir örfáum árum og hefur skipað sér í hóp bestu kvenkylfinga landsins. Hver voru helstu markmiðin þín í sumar og náðir þú þeim? Helstu markmiðin mín í sumar voru að vinna sem flest mót á unglingamótaröðinni ásamt því að ná góðum árangri á Eimskipsmótaröðinni. Ég stefndi einnig að því að verða klúbbmeistari GR. Auk þess ætlaði ég að lækka forgjöfina niður í 2,5. Mér tókst að vinna þrjú mót á unglingamótaröðinni af þeim fimm sem ég keppti í og sigraði í seinasta mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Ég endaði í öðru sæti í meistaramótinu, einu höggi á eftir Röggu Sig. Mér tókst ekki alveg að lækka forgjöfina jafn mikið og ég ætlaði mér en ég endaði í 2,8. Hver var hápunktur sumarsins og hver voru mestu vonbrigðin? Hápunktur sumarsins var sigurinn í seinasta mótinu á Hellu á Eimskips- mótaröðinni. Mestu vonbrigðin mín voru Íslandsmót unglinga í höggleik sem haldið var í Eyjum. Ég spilaði mig út úr baráttunni strax á fyrsta degi. Það var leiðinlegt að detta strax út úr baráttunni en ég náði þó þriðja sæt- inu. Hverjar eru auðveldustu og erfiðustu golfholurnar á mótaröðinni? Erfiðustu holurnar eru 15. og 16. holan í Eyjum en þær kostuðu mig mörg högg í sumar. Auðveldasta holan finnst mér vera sú fyrsta á Garðavelli. Hvaða mót var skemmtilegast í sumar? Það var án efa Sveitakeppni kvenna. Það var frábær liðsandi í GR liðinu og Hólmar var mjög góður liðstjóri. Við skemmtum okkur mjög vel og það skemmdi ekki fyrir að við sigruðum. Hvað var það skrýtnasta sem þú upplifðir eða varst vitni að á golfvellinum í sumar? Það var í Íslandsmóti unglinga í Vestmannaeyjum. Ég, Rún og Guðrún Brá vorum saman í holli á lokadeginum. Þegar við vorum að spila 18. holuna dróst Rún allt í einu aftur úr og við Guðrún Brá skildum ekkert í þessu. Síðan sáum við Rún hvolfa öllu úr pokanum sínum og við vissum ekkert hvað var í gangi. Síðan kom í ljós að upphafshögg af 9. brautinni hafði endað ofan í pokanum hennar Rúnar. Þetta gerist nú ekki á hverj- um degi. Hvað þarft þú helst að bæta fyrir næsta keppnistímabil? Ég þarf helst að bæta stutta spilið. Mér hefur ekki tekist að ná því inn seinustu sumur og því ætla ég að leggja mesta áherslu á það í vetur og næsta sumar. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á mótaröðinni í sumar? Eftirminnilegast var þegar ég vann fyrsta stigamót unglinga í sumar sem haldið var í Leirunni. Við Guðrún Brá vorum jafn- ar eftir 36 holur og þurftum því að fara í bráðabana. Þetta var mjög spennandi leikur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á fjórðu holu. Upphafshöggið endaði í golfpokanum Sunna Víðisdóttir GR Sunna á 30 sekúndum: Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur Aldur: 16 ára Forgjöf: 2,8 Besti hringur: 70 högg á Korpúlfsstaðavelli Hola í höggi: Aldrei farið holu í höggi Uppáhalds kylfingur: Martin Kaymer Draumaráshópurinn: Ég, Martin Kaymer, Michelle Wie og Adam Scott Uppáhalds kylfa: Dræverinn GOLFÁRIÐ 2010 spurt og svarað Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Oddi leikur með einum af bestu golfháskólum í Bandaríkjunum, Oklahoma State. Hún fann sig ekki í sumar á Eim- skipsmótaröðinni og var nokkuð frá sínu besta. Eygló hefur æft af krafti í haust og segist sjá miklar framfarir í teighöggum og púttum. Hver voru helstu markmiðin þín í sumar og náðir þú þeim? Markmiðin mín síðasta sumar voru að komast á verðlaunapall í hverju einasta móti sem ég tók þátt í. Því miður tókst það ekki en það er eitthvað sem maður lærir af, lagar og kemur sterkari tilbaka næsta sumar. Hver var hápunktur sumarsins og mestu vonbrigð- in? Mestu vonbrigðin voru að komast ekki í gegnum niðurskurðinn á Eimskipsmótaröðinni sem haldið var á Urriðavelli, á mínum heimavelli. Hápunktur sumarsins var sveitakeppni kvenna sem var haldin á Leirdalsvelli. Þar náði ég loksins að spila samkvæmt getu og það var góð tilfinning. Hvernig hefur gengið með Oklahoma State skól- anum? Það hefur gengið ágætlega. Það gengur mjög vel að æfa í mótahléinu sem er núna. Það er ekkert gefið eftir. Þetta er tímabilið sem ég gef allt sem ég Klúbbur: Golfklúbburinn Oddur Aldur: 19 ára Forgjöf: 2,5 Leyndur hæfileiki: Spila á gítar og syng hástöfum með! Besti hringur: 67 högg á Urriðavelli (-4) Hola í höggi: Einu sinni Uppáhalds kylfingur: Caroline Hedwall Draumaráshópurinn: Ég, Camilo Villegas, Tiger Woods og Laurena Ochoa. Uppáhalds kylfa: Erfitt að gera upp á milli en ég verð að segja Scotty pútterinn minn. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO hef til að verða betri og nýt þess að geta spilað og æft á grænu grasi. Það er frábært að vera í kringum svona góða kylfinga, ég læri mikið af þeim. Karlaliðið okkar er það næstbesta í Bandaríkjunum og að hafa tækifæri að spila og æfa með þeim er frábært. Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart í sumar? Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ekki spurning. Hvaða mót var skemmtilegast í sumar? Skemmtilegasta mótið í sumar var Landsmótið. Mót- ið var vel undirbúið, frábær völlur í góðu standi, flottir kylfingar og mikil spenna. Í hvaða þætti golfsins hefur þú mest bætt þig í ár? Þessa haustönn hef ég lagt mikla áherslu á púttin og teighöggin og ég sé miklar framfarir. Hvaða golfholur eru í uppáhaldi á mótaröðinni? 17. holan í Vestmannaeyjum, 1. holan í Kiðjabergi, 17. holan á Urriðavelli og 16. holan á Leirdalsvelli. Hvað á það til að fara mest í taugarnar á þér þegar þú leikur golf? Að spila golf án einbeitingar í einhverju dútli fer mjög í taugarnar á mér. Hvað þarft þú helst að bæta? Auka einbeitinguna. Eygló Myrra á 30 sekúndum: Spilar á gítar og syngur með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.