Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 56

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 56
56 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Sex ungir og efnilegir íslenskir kylfingar munu leika í US Junior Masters mótinu sem fram fer á World Junior Golf Series mótaröðinni á Ponte Vedra Beach í Flórída dagana 20.-22. desember næstkomandi. Mótið fer fram á hinu sögufræga TPC Sawgrass golf- svæði en leikið verður á Dye‘s Valley vellinum fyrstu tvo keppnisdagana en á lokahringnum verður leikið á The Players Stadium vellinum þar sem Players Championship mótið fer fram árlega. Það hefur í gegnum tíðina verið nefnt fimmta risamótið. Leikið var á þessari mótaröð á Hellu sumarið 2009 og hafa nokkrir íslenskir kylfingar leikið á mótaröðinni í ár. Haraldur Franklín Magnús úr GR er einn þeirra og varð hann efstur á stigalista mótaraðarinnar á síðasta ári. Hann hlaut að launum mánaðardvöl í golfakademíu Tom Burnett. Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, gerði sér svo lítið fyrir og vann South Georgia Jr. Shootout mótið sem fram fór á Hurricane mótaröðinni í Flórída í lok nóvember. Haraldur Franklín lék samtals á þrem- ur höggum undir pari í mótinu en leiknir voru tveir hringir í mótinu. „Ég er ánægður með að vinna þetta mót og spila- mennskan hjá mér var ágæt. Leikið var á skógarvelli og það mátti ekki mikið útaf bregða í teighöggunum. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið sterkt mót og það voru fáir keppendur en mótsspilarinn minn var samt ágætis kylfingur og gerði lítið af mistökum,“ segir Haraldur. Haraldur mun dvelja í Flórída í golfakademíu Tom Burnett fram að US Junior Masters mótinu sem fram fer skömmu fyrir jól. Auk Haraldar keppa fimm aðrir Íslendingar, þar ber hæst nafn Guðmundar Ág. Kristjánssonar sem sigraði á Duke of York mótinu í Englandi í sumar. Íslenski keppnishópurinn er annars svona: Andri Þór Björnsson GR Berglind Björnsdóttir GR Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR Haraldur Frankín Magnús GR Helgi Ingimundarson GR Theodór Emil Karlsson GKj Haraldur vann mót á Flórída G O L F fréttir Sex ungir íslenskir kylfingar leika á US Junior Masters Haraldur Magnús Franklín hefur dvalið í Flórída við æfingar og keppni. Guðmundur Ágúst verð- ur meðal keppenda á US Junior Masters. og farsæld á komandi ári Golfsamband Íslands sendir kylfingum um allt land bestu óskir um gleðileg jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.