Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 6

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 6
6 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is V e rs la ni r 6 6 °N O R Ð U R | w w w .6 6 no rt h. is | S ím i: 5 3 5 6 6 0 0 | | V ír v in nu fa ta ve rs lu n | w w w .fa ce bo ok .c om /v ir 66°NORÐUR húfa 1.470 kr. Arnarhóll jakki 24.800 kr. Carhartt skyrta 14.200 kr. Dickies skór 15.800 kr. Leiðtogar F O R S E TA P I S T I L L Jón Ásgeir Eyjólfsson Nýverið var haldinn formannafundur GSÍ. Golfþing er haldið annað hvert ár en formannafundur hitt árið. Á þennan fund koma formenn og aðr- ir forsvarsmenn golfklúbba landsins. Á eftir hefðbundnum liðum svo sem skýrslu stjórnar, reikningum og fjárhagsáætlun eru rædd þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Á þessum fundi var mér hugsað til þeirra sem stjórna klúbbunum. Þetta eru leiðtogarnir sem bera hita og þunga starfsins og eru ábyrgir fyrir því að allt gangi eins vel fyrir sig og unnt er. Val á slíkum leiðtogum er því mikilvægt bæði klúbbunum og allri golfhreyfingunni. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því að allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu. Því ber að þakka þau miklu störf sem þessir aðilar inna af hendi. Raunar ber að þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir það óeigingjarna starf sem unnið er í golfklúbbunum. Golftímabilinu 2010 er lokið. Við lok þess lítum við til baka og getum ekki verið annað en ánægð með sumarið. Gott veðurfar var í flestum landshlut- um og líklega hafa sjaldan eða aldrei verið leiknir fleiri golfhringir hér á landi á einu sumri. Margar góðar minningar sitja eftir og mörg markmið náðust hjá mörgum. Hjá afreksfólkinu okkar er minnisstæður árangur karlaliðs- ins í heimsmeistarakeppni áhugamanna í Argentínu. Að hafna í 19. sæti af 69 þjóðum er glæsilegur árangur og er jafnframt sá besti sem við höfum náð fram að þessu. Margar þekktar golfþjóðir lentu fyrir neðan okkur og vakti árangur okkar eftirtekt ytra. Framundan er stórhátíð jólanna og kylfingar hvílast um stund. En um leið og daginn fer að lengja aftur leitar hugurinn aftur af stað til undirbúnings fyrir nýtt tímabil með enn frekari áskorunum og markmiðum. Þannig er þetta bara, enda eru kylfingar stórmerkilegt fólk. Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti G.S.Í.

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.