Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 10

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 10
Alls verða mótin sex í sumar á Eimskipsmótaröðinni og að venju er keppt um titilinn stigameistari Eimskipsmóta­ raðarinnar í karla - og kvennaflokki. Keppnisdagskráin er þétt í upphafi tímabilsins en fjórum mótum verður lokið um miðjan júní. Lokamótið fer fram um miðjan ágúst. Leikið verður á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Akranesi og Akureyri en tvö mót fara fram á Höfuðborgarsvæðinu. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð stigameistari í karla­ flokki á Eimskipsmótaröðinni í fyrra og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja varð stigameistari í kvennaflokki. Það eru spennandi keppnisstaðir á Eimskips­ mótaröðinni líkt og á undanförnum árum. Einn nýr völlur verður notaður á Eimskipsmótaröðinni í sumar – og einn gamalgróinn völlur hefur stimplað sig inn að nýju eftir margra ára fjarveru. Jaðarsvöllur á Akureyri er á ný að skipa sér í fremstu röð golfvalla og fer Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri í júní. Það var keppt á Eimskipsmótaröðinni í fyrra á Jaðarsvelli og var það í fyrsta sinn í rúman áratug að keppt var á mótaröð þeirra bestu á Akureyri. Á Íslandsmótinu í holukeppni hefur Kristján Þór Einarsson titil að verja í karlaflokki og Tinna Jóhannsdóttir. GK, í kvennaflokki. Breytingar voru gerðar á stigaútreikningi fyrir Íslandsmótið í holukeppni - og telur nú árangur kylfinga á Eimskipsmótaröðinni aftur til Íslandsmótsins í holukeppni 2014. Það er því að miklu að keppa fyrir kylfinga að koma sér í hóp þeirra stigahæstu en aðeins 32 karlar og jafnmargar konur fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Sjálft Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi en þetta verður í annað sinn sem mótið fer fram á þeim velli en Leynir hélt mótið árið 2004 í fyrsta sinn. Golfklúbburinn fagnar 50 ár afmæli á árinu og er Íslandsmótið í golfi hápunkturinn í afmælisdagskrá Leynis. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur titil að verja á Íslandsmótinu líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Keppt verður á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um miðjan júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröð bestu kylfinga landsins fer fram á Hlíðavelli. Leiknar verða 54 holur á mótunum á Eimskipsmótaröðinni - en á fyrsta og síðasta mótinu verða keppnisdagarnir tveir og leiknar 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 á síðari keppnisdeginum. Árangur keppenda telur inn á heimslista áhugamanna og það er ljóst að mikil spenna mun ríkja á mótum sumarsins. Keppt í fyrsta sinn á Hlíðavelli Mótin á Eimskipsmóta­ röðinni 2015: 23.–24. maí: Hólmsvöllur í Leiru, Egils Gull-mótið (1) – 36 holur á laugardegi, 18 á sunnudegi. 29.–31. maí: Vestmannaeyjavöllur, Securitasmótið (2) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 12.–14. júní: Hlíðavöllur í Mosfells­ bæ, Símamótið (3) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 19.–21. júní: Jaðarsvöllur á Akureyri (4) – Íslandsmótið í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi. 23.–26. júlí: Garðavöllur á Akranesi (5) – Íslandsmótið í golfi, Eimskipsmótið. 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. 22.–23. ágúst: Urriðavöllur – Oddur, Nýherjamótið (6) – 36 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi. – Eimskip verður áfram aðalstyrktaraðili GSÍ 10 GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.