Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 10
Alls verða mótin sex í sumar á Eimskipsmótaröðinni og að venju er keppt um titilinn stigameistari Eimskipsmóta
raðarinnar í karla - og kvennaflokki. Keppnisdagskráin er þétt í upphafi tímabilsins en fjórum mótum verður lokið
um miðjan júní. Lokamótið fer fram um miðjan ágúst.
Leikið verður á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Akranesi og Akureyri en tvö mót fara fram á Höfuðborgarsvæðinu.
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi
Mosfellsbæjar varð stigameistari í karla
flokki á Eimskipsmótaröðinni í fyrra
og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi
Suðurnesja varð stigameistari í
kvennaflokki.
Það eru spennandi keppnisstaðir á Eimskips
mótaröðinni líkt og á undanförnum
árum. Einn nýr völlur verður notaður á
Eimskipsmótaröðinni í sumar – og einn
gamalgróinn völlur hefur stimplað sig inn
að nýju eftir margra ára fjarveru.
Jaðarsvöllur á Akureyri er á ný að skipa sér
í fremstu röð golfvalla og fer Íslandsmótið í
holukeppni fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri
í júní. Það var keppt á Eimskipsmótaröðinni
í fyrra á Jaðarsvelli og var það í fyrsta sinn í
rúman áratug að keppt var á mótaröð þeirra
bestu á Akureyri.
Á Íslandsmótinu í holukeppni hefur
Kristján Þór Einarsson titil að verja í
karlaflokki og Tinna Jóhannsdóttir. GK,
í kvennaflokki. Breytingar voru gerðar
á stigaútreikningi fyrir Íslandsmótið
í holukeppni - og telur nú árangur
kylfinga á Eimskipsmótaröðinni aftur til
Íslandsmótsins í holukeppni 2014. Það
er því að miklu að keppa fyrir kylfinga að
koma sér í hóp þeirra stigahæstu en aðeins
32 karlar og jafnmargar konur fá keppnisrétt
á Íslandsmótinu í holukeppni.
Sjálft Íslandsmótið í golfi fer fram á
Garðavelli á Akranesi en þetta verður í
annað sinn sem mótið fer fram á þeim velli
en Leynir hélt mótið árið 2004 í fyrsta sinn.
Golfklúbburinn fagnar 50 ár afmæli á árinu
og er Íslandsmótið í golfi hápunkturinn
í afmælisdagskrá Leynis. Birgir Leifur
Hafþórsson, GKG, hefur titil að verja
á Íslandsmótinu líkt og Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir úr GR.
Keppt verður á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um
miðjan júní og er þetta í fyrsta sinn sem
mótaröð bestu kylfinga landsins fer fram á
Hlíðavelli.
Leiknar verða 54 holur á mótunum á
Eimskipsmótaröðinni - en á fyrsta og síðasta
mótinu verða keppnisdagarnir tveir og
leiknar 36 holur á fyrri keppnisdeginum
og 18 á síðari keppnisdeginum. Árangur
keppenda telur inn á heimslista
áhugamanna og það er ljóst að mikil spenna
mun ríkja á mótum sumarsins.
Keppt í fyrsta sinn
á Hlíðavelli
Mótin á Eimskipsmóta
röðinni 2015:
23.–24. maí: Hólmsvöllur í Leiru,
Egils Gull-mótið (1) – 36 holur á
laugardegi, 18 á sunnudegi.
29.–31. maí: Vestmannaeyjavöllur,
Securitasmótið (2) – 18 holur á
dag á þremur keppnisdögum.
12.–14. júní: Hlíðavöllur í Mosfells
bæ, Símamótið (3) – 18 holur á dag
á þremur keppnisdögum.
19.–21. júní: Jaðarsvöllur á Akureyri
(4) – Íslandsmótið í holukeppni.
Riðlakeppni á föstudegi og fyrir
hádegi á laugardegi. Átta manna
úrslit eftir hádegi á laugardegi,
undanúrslit og úrslit á sunnudegi.
23.–26. júlí: Garðavöllur á Akranesi
(5) – Íslandsmótið í golfi,
Eimskipsmótið. 18 holur á dag á
fjórum keppnisdögum.
22.–23. ágúst: Urriðavöllur – Oddur,
Nýherjamótið (6) – 36 holur á
laugardegi, 18 holur á sunnudegi.
– Eimskip verður áfram aðalstyrktaraðili GSÍ
10 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Eimskipsmótaröðin