Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 37

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 37
Ekki nóg að kaupa nýjar græjur Jón Arnór er rétt um tveir metrar á hæð og stendur því vel að vígi hvað varðar högglengd og kraft í höggunum. Forgjöfin hefur staðið í stað en hann vonast til þess að nýjar járnkylfur færi honum nýjar víddir í golfinu. „Ég er bara fastur í 14,7 í forgjöf og ég gerir mér alveg grein fyrir því að ég þarf að setja miklu meiri tíma í æfingar til þess að lækka mig meira. Það er ekki alltaf nóg að kaupa nýjar kylfur. Ég er nýbúinn að kaupa mér nýjar kylfur. Fékk mér TaylorMade MC járnkylfur sem eru „semi blade”. Ég er mjög ánægður með þá tilfinningu sem kylfurnar gefa miðað við „hlunkana” sem ég var með áður. Ég var með TaylorMade Burner járnkylfur. Það er allt öðruvísi að horfa niður á boltann með þessar kylfur í höndunum. Ég skoða golfútbúnað á netinu af og til en ég hef alltaf endað í TaylorMade án þess að vita af hverju. Ég fór bara í einhverja golfbúð hérna og fékk aðstoð við velja réttu verkfærin. Högglengdin er ekki vandamálið - það eru frekar aðrir þættir leiksins sem eru vandamál. Ég á það til að yfirslá flatirnar í innáhöggunum. Ef ég hitti boltann vel í upphafshöggunum fer hann langt en hann fer ekki alltaf beint. Ég er „slæsari” og hef alltaf verið að glíma við það.” „Í vetur fór ég að skoða myndbönd á netinu, og var að leita að lausn til þess að laga slæsið. Ég fann nokkur áhugaverð myndbönd og fékk nokkur góð ráð til þess að vinna með. Það byrjaði mjög vel á æfingasvæðinu og í fyrstu skiptin sem ég fór út á völl í kjölfarið. Síðan datt ég aftur í gamla farið - þetta er bara dæmigert fyrir íþróttina. Maður tekur stundum eitt skref fram á við og síðan 18 aftur á bak og það er einnig það sem heillar mig við golfið.” Andleg afslöppun í golfinu Eins og áður segir er Jón Arnór 32 ára gamall og hann sér fyrir endann á atvinnumannaferlinum á næstu árum. Það ríkir tilhlökkun hjá Jóni að fá tækifæri til þess að „hella” sér af krafti í golfæfingarnar og ná almennilegum tökum á leiknum. „Ég vil ná árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur. Það pirrar mig aðeins að geta ekki „hellt” mér á bólakaf í æfingar og pælingar varðandi golfið. Ég trúi því að ég geti náð ágætis tökum á íþróttinni ef ég gef mér tíma til þess. Það er farið að styttast í annan endann hjá mér sem atvinnumaður í körfubolta - og þá get ég farið að einbeita mér að þessu. Ég er því alveg rólegur yfir stöðunni og hlakka bara til að fá tíma þegar ferlinum lýkur til að byrja af krafti að æfa.” Jimenez í uppáhaldi Ég fylgist með golfinu í gegnum sjónvarpið hérna úti og er mikil aðdáandi Miquel Angel Jimenez og Rory McIlroy er einnig flottur kylfingur. Jimenez er minn maður þegar ég er spurður - og það gefur auga leið af hverju. Hann er flott „týpa” og einstakur kylfingur. Ég gleymi mér stundum yfir skemmtilegum golfmótum í sjónvarpinu um helgar. 37GOLF.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.