Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 108

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 108
Golfsamband Íslands og RÚV hafa komist að samkomulagi um öfluga, fræðandi og fjölbreytta golfumfjöllun á RÚV á næsta golfsumri. Hápunktur dagskrárinnar verður bein útsending frá Íslandsmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Garðavelli á Akranesi 23.-26. júlí. Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ og Einar Örn Jónsson íþróttastjóri RÚV undirrituðu samkomulag þess efnis nýverið í höfuðstöðvum Golfsambandsins. RÚV verður með vikulega þætti um golf í sumar sem nefnast Golf á Íslandi. Fyrsti þátturinn fer í loftið 2. júní. Alls verða þættirnir 12 og er Hlynur Sigurðsson umsjónarmaður. Fjallað verður um golfíþróttina frá ýmsum hliðum í Golf á Íslandi, hinn almenna kylfing, afrekskylfinga og Eimskipsmótaröðina 2015. „Við erum mjög ánægð að hafa gengið frá samkomulagi við GSÍ og halda þar með áfram því góða samstarfi sem hefur verið á milli okkar undanfarin ár. Golf er stór og fjölmenn íþrótt á Íslandi og við hlökkum mikið til að takast á við golfsumarið,“ sagði Einar Örn Jónsson íþróttastjóri RÚV. Bein útsending verður frá tveimur síðustu keppnisdögunum á Íslandsmótinu á Eimskipsmótaröðinni, 25. og 26. júlí. Gert er ráð fyrir þriggja tíma útsendingu að lágmarki frá báðum keppnisdögunum. Þetta verður í 18. skipti sem sýnt verður beint frá Íslandsmótinu í sjónvarpi. Fyrsta útsendingin var árið 1998 þegar mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru. „Golfsamband Íslands hefur verið í góðu samstarfi við RÚV um sýningar frá Íslandsmótinu í golfi undanfarin ár. Það er því fagnaðarefni að sýnt verður frá mótinu í sumar sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Þá er það ánægjulegt fyrir kylfinga að fá sérstakan vikulegan þátt á RÚV þar sem golfíþróttinni er gerð góð skil,” sagði Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ. Mótin á Eimskipsmótaröðinni 2015 verða alls sex að tölu. Kristján Þór Einarsson úr GM og Karen Guðnadóttir úr GS hafa titla að verja sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni. 23.–24. maí: Hólmsvöllur í Leiru (1) – 36 holur á laugardegi, 18 á sunnudegi. 29.–31. maí: Vestmannaeyjar (2) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 12.–14. júní: Hlíðavöllur í Mosfellsbæ (3) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 19.–21. júní: Jaðarsvöllur á Akureyri (4) – Íslandsmótið í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi. 23.–26. júlí: Garðavöllur á Akranesi (5) – Íslandsmótið í golfi. 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. 22.–23. ágúst: Urriðavöllur í Garðabæ (6) – 36 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi. Kröftug og fræðandi golfumfjöllun á RÚV 108 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.